Nýtt ár
Gleðilegt ár elskurnar mínar!
Hér var stuð og fjör í gær og mér fannst skaupið skemmtilegt. Í Litlugötu söfnuðust íbúar og aðrir nágrannar saman og skutu upp í gríð og erg. Þetta er skemmtileg hefð hér í götunni -allir saman. Síðan er flakkað á milli húsa. Við byrjuðum hjá Elfu og Einari hér við hliðina á okkur. Þar var spilað á píanó og bassa og ég fékk að taka númer. Síðan lá leiðin til Svenna og Auðar á endanum og þar var dansað við Abba - ungir og gamlir. Ég endað hjá Baldri og Finnu Birnu og var þar til klukka að verða 06:00. Sko mína - þetta getur hún enn. Ég er hálf rám enda má segja að ég hafi verið í leysingum (lesist: talaði mikið) á síðasta staðnum.
Nú ætla ég að trutta til hér heima- hér er confetti út um allt og svo að taka það rólega. Við erum sem betur fer öll í fríi á morgun.
Hér var stuð og fjör í gær og mér fannst skaupið skemmtilegt. Í Litlugötu söfnuðust íbúar og aðrir nágrannar saman og skutu upp í gríð og erg. Þetta er skemmtileg hefð hér í götunni -allir saman. Síðan er flakkað á milli húsa. Við byrjuðum hjá Elfu og Einari hér við hliðina á okkur. Þar var spilað á píanó og bassa og ég fékk að taka númer. Síðan lá leiðin til Svenna og Auðar á endanum og þar var dansað við Abba - ungir og gamlir. Ég endað hjá Baldri og Finnu Birnu og var þar til klukka að verða 06:00. Sko mína - þetta getur hún enn. Ég er hálf rám enda má segja að ég hafi verið í leysingum (lesist: talaði mikið) á síðasta staðnum.
Nú ætla ég að trutta til hér heima- hér er confetti út um allt og svo að taka það rólega. Við erum sem betur fer öll í fríi á morgun.
3 Comments:
Sömuleiðis dúllan mín og takk fyrir þau gömlu :)
Bestu kveðjur,
Eva og Gunnar Snorri :)
Halló elskan mín og takk fyrir jólakortið með myndinni fínu af Gunnari Snorra- fínt nafn á fallegan dreng
óska þér og þínum gleðilegs árs:)
Post a Comment
<< Home