Friday, October 29, 2004

Eyrnabólgur ojbara

Stóri og mikli maðurinn minn er búin að vera lasin heima með eyrabólgur - í 3ja skipti á þessu ári. Hann er yfir 1.90 á hæð, en er ósköl lítill og ég set dropa í eyrun. Hann varð talsvert lasin í Grikklandi í sumar af þessum sömu bólgum og heyrir ekki hálfa heyrn á meðan á þessu stendur. Ég held að hann sé nú bara hálf fegin að heyra ekki tuðiði í mér - það skal tekið fram að alla jafnan tala ég fyrir okkur bæði, þ.e. hann getur alveg svarað fyrir sig, en magnið er meira frá mér. Hann ætlaði þó að reyna að byrja að setja saman skápflikki sem við vorum að fá úr IKEA. Þar héf ég verið tíður gestur undanfarið því við erum að poppa upp herbergi stelpnanna. Á morgun er kóræfing og tónleikar þar sem við frumflytjum verk eftir Bob Chilcott sem er breti og samdi verkið fyrir okkur. Hann stjórnar sjálfur og var á æfingu í gær - rosa gaman. Guðrún Jóhanna söngkonan frábæra syngur líka og svo ER FRÍTT INN. Þetta hefst klukan 17:00 - allir velkomnir. Svo kíkir maður á litla ljóta andarungann eftir tónleika - ekki lengi þó, því það er útvarpsmessa hjá okkur á sunnudeginum og á er eins gott að vera upplagður í Knut Nysted - erfið messa eftir kallinn.
Þannig að helgin verður helguð tónleikum, húsverkum og þvottum - og að koma börnunum í skólagírinn.
Á miðvikudaginn eftir kosningar, þann 3. nóv. held ég síðan til Svíþjóðar í háskólabæinn Linköping. Þar ætla ég að heimsækja höfuðstöðvar VTO sem er stór og virt rannsóknarmiðstöð umferðarmála. Ég fer og sé þar að ég held crash test þar sem barnabílstólar snúa annarsvegar fram og hins vegar baki í akstursstefnu, en þannig viljum við að börnin snúi sem lengst allavega til 3ja ár aldurs. Þetta verður spennandi að sjá og gott að hitta fagfólk frá öðrum löndum.
Svo tek ég lest til Kaupmannahafnar og hitt mömmu mína 78 ára gamla og við ætlum að eiga mæðgna helgi saman. Við ætluðum í aðventuferð í fyrra en þá brotnaði blessunin. Ég hlakka til að vera með mömmu minni á röltinu í Kaupmannahöfn. Við höfum verið saman áður í útlöndum en aldrei bara tvær saman. Ég er búin að panta borð fyrir okkur á hinum ýmsu stöðum og svo verður þetta bara sund í sælu.......

0 Comments:

Post a Comment

<< Home