Wednesday, October 20, 2004

Kór og skemmtilegheit

Þessi dásamlegi kór minn er að æfa skemmtilegt. Við erum að æfa Te deum eftir Arvo Part og splunkunýtt verk eftir Bob Chilcott. Te deum er fyrir þrjá kóra; einn blandaðan, karlakór og kvennakór og tilheyri ég síðastnefnda kórnum. Þetta er rosalega erfitt verk og ákaflega skemmtilegt að æfa og vonandi líka að hlusta á - með strengjum og segulbandi og alles. Ég held að Hamrahlíðarkórinn hafi flutt þetta fyrir um 20 árum. Ég hef einusinni sungið Arvo áður - það var með 200 manna kór úr hamrahlíðinni með sinfó fyrir tæpum tveim árum.
Svo er það nýtt verk eftir Bob Chilcott sem er breti og söng sem barn með Kings College í Cambridge og síðan með söngflokknum King´s singers.Verkið er sérstaklega samið fyrir kórinn okkar. Þetta ver verk fyrir tvo kóra sem syngjast á. Nokkuð aðgengilegt verk með fallegum línum. Svo kemur maðurinn sjálfur og stjórnar okkur í frumflutningumum. Svo æfum við messu eftir Knud Nysted sem við syngjum í messu sunnudaginn 31. október. Einnig erum við að æfa messusvör eftir Róbert Abraham og syngjum einnig undur fallegt O Magnum Misterium eftir Lauritzen sem við héldum að væri dani en reyndis vera amríkumaður og talsvert þekktur þar fyrir fallega kórtónlist. Svo það er margt skemmtilegt í vændum í tónlistinni.
Semsagt - Tónlistardagar Dómkirkjunnar hefjast formlega þann 24. október og lýkur 14. nóvember. Það eru fleiri viðburðir en söngur Dómkórsins ég bendi á www.domkirkjan.is


4 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

það sýnist mér vera morgunljóst að maður þarf að stunda tónlistardaga Dómkirkjunnar stíft í ár. Te Deum er ekkert smá magnað stykki, farið vel með það :-) Lauridsen er líka mjög flott verk, söng það einu sinni.

8:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

Kunnid thi ekki eikka med Bubba?

EinarJ

10:29 am  
Blogger Hildigunnur said...

hahahahaha!!!

sccctál och hccnífurr í kórútgáfu!!!

1:37 pm  
Anonymous Anonymous said...

ttsioiq izw pfour booty latina

tcfwu!

ehylm wovhvg qyu boobs

1:17 pm  

Post a Comment

<< Home