Tuesday, October 26, 2004

Kennaraverkfall

Hér um árið var skólaárið lengt í kjölfar kennaraverkfalls - nú er talað um að stytta það aftur - í kjölfar kennaraverkfalls. Var semsagt þessi lenging ekki byggð á faglegum grunni - eru börnin einhverskonar jójó þegar kemur að því að semja við kennara - ekkert faglegt við það..Ég er enn á því að taka börnin mín úr skóla og fá peninginn og kenna þeim heima. Dóttir mín eldri, sú lesblinda, er búin að fara í 3 auka tíma í ensku og hefur lært meira af þeim heldur en á heilum vetri. Já já....

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Nei, lengingin var ekkert byggð á faglegum grunni, það er víst og satt. Kauphækkun kennara síðast var engin, þeir sömdu bara um að fá að vinna meira. Ekki bara hvað varðaði lengingu skólaársins heldur líka einhverja endalausa geðþóttafundi og tímanotkun skólastjóra fyrir utan kennslu og undirbúning.

Ég er ekki hissa á því að dóttir þín læri mikið í einkatímunum. Bæði eru einkatímar stórkostlegur lúxus og það er heldur ekkert venjulega góður kennari sem hún er með! Mikil synd að hún skyldi hrekjast úr kennslu vegna of mikils álags (upp úr síðustu kjarasamningum, burtséð frá síþreytu sem hún er að kljást við). Hún gerði þau mistök að minnka við sig kennsluna, vinnan minnkaði bara ekkert í hlutfalli.

Ég er mjög meðmælt því að skólaskylda verði afnumin og kennsluskylda innleidd í staðinn. Reyndar kannski ekki alveg af sömu ástæðu, en allt blandast þetta þó saman. Ég hefði viljað losna við dreng úr bekknum hennar Fífu, hann var búinn að eitra bekkinn í 5 ár og átti bara heima á sérdeild, þar sem hann er núna, bæði honum og hinum börnunum líður miklu miklu betur, en skólinn gat ekki vísað honum frá.

Ein vinkona mín vildi kenna dóttur sinni heima; ég sagði að það myndi ég aldrei vilja, þar sem að heima lærðu börnin ekki að haga sér í hópi, social skills vantaði.

Hins vegar trúi ég vel að þessi röksemd falli um sjálfa sig þegar börnin lenda í einelti eða félagslegri útilokun (ein birting eineltis) í skólanum, hlýtur að vera verra en ekkert.

Þetta er ekkert einfalt mál, hvaða hlið svo sem maður er að skoða á því.

12:28 am  

Post a Comment

<< Home