Wednesday, November 10, 2004

Lítið séð og talsvert

Lítið sá ég af háskólabænum Linköping í Svíþjóð - en námskeiðið sem ég var á var einkar fróðlegt og sannfærði mig enn frekar um mikilvægi þess að börn séu látin snúa baki í akstursstefnu eins lengi og auðið er. Það var rosalegt að sjá svona "crash teste"! Og talsverður munur á hvernig "dúkkan" sveiflaðist í þessum tveim árekstrum.
Meira sá ég af Kaupmannahöfn. Við mamma höfðum það rosalega gott, gengum heilmikið, spjölluðum meira þessa þrjá daga en við höfum gert í marga mánuðið, átum, drukkum, hlógum og óuðum og æjuðum yfir öllu fallega jólaskrautinu sem komið er í búðir. Svo fórum við á tónleika og hlustuðum á Mozart Requium og það er alltaf fallegt. Keypti ponsjó handa stelpunum og það var mikil lukka - eins var lukka með Nylon diskinn sem sú eldri fékk (sem nú stendur með sjónvarpsfjarstýringuna sem míkrafón og syngur með) og Quarassi diskinn handa þeirri yngri.Nú taka við annasamir tímar: kóræfing í kvöld - fyrsta hljómsveitaræfing með Arvo Part, Marianne Faithfull annað kvöld, sú eldri í æfingarbúðir frá föstudegi til laugardags og messusöngur hjá henni á sunnudagsmorgun, sú yngir að keppa í karate á sunnudeginum á Akranesi, kóræfing hjá mér á laugardag og svo tónleikar hjá okkur á sunnudag klukkan 17:00. Svo þarf maður náttúrulega að vinna og reyna að halda heimilinu í horfinu. Gulli enn með bullandi eyrabólgur og er nú komin á allskonar lyf þar til sýni kemur úr ræktun. Hann er nú með eitthvað tróð í eyranu sem þarf að vökva 5 sinnum á sólarhring! Oj bara! Hann hefur viku til að ná sér því það er Palermo 18. nóvember ......jibbý - 4 dagar í sælu og vonandi einhverri sól!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home