Kennaraverkfall
það fór ekkert smá í taugarnar á mér þegar einhver talsmaður Heimilis og skóla hélt því fram að lög á kennara væri sigur fyrir skólabörnin! Búllsjitt! Hver vill hafa barn í skóla þar sem faglegt starf er í hættu, hundóánægðir kennarar í gíslingu og kennarar neyddir til kennslu. Ég gekk með mínum dætrum í skólann í gær til að tjekka ástandið og gengum svo bara saman heim.
Þeir nemendur sem ég hef sammúð með eru 10. bekkingar sem eru að berjast við að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali.
Nú er talað eins og framtíð barna í fyrstu bekkjum grunnskóla sé í stór hættu af því þau missi úr skóla nokkrar vikur! Ég veit ekki betur en að mín kynslóð og fólk mér eldra hafi fengið mun styttri og minni skólagöngu en við - ég byrjaði ekki í skóla fyrr en 7 ára - þá var sumarfrí hátt í 4 mánuði og löng jóla og páskafrí - að ógleymdum mánaðarfríunum.
Ég er ekki að segja að ég sé alveg fullkomlega normal - hver er það - en kommm on!
Þeir nemendur sem ég hef sammúð með eru 10. bekkingar sem eru að berjast við að komast inn í framhaldsskóla að eigin vali.
Nú er talað eins og framtíð barna í fyrstu bekkjum grunnskóla sé í stór hættu af því þau missi úr skóla nokkrar vikur! Ég veit ekki betur en að mín kynslóð og fólk mér eldra hafi fengið mun styttri og minni skólagöngu en við - ég byrjaði ekki í skóla fyrr en 7 ára - þá var sumarfrí hátt í 4 mánuði og löng jóla og páskafrí - að ógleymdum mánaðarfríunum.
Ég er ekki að segja að ég sé alveg fullkomlega normal - hver er það - en kommm on!
1 Comments:
já, og framhaldsskólarnir hljóta að taka tillit til ástandsins þegar þeir velja inn í haust. Gæti þurft að bæta við nokkrum núlláföngum í framhaldsskólum, reyndar. Ljóta kjaftæðið, vonandi semst núna eða þá að gerðardómur hafi vit í kollinum. Líst ekki á að missa alla sem eru búnir að segja upp út úr kennslunni! Hvar erum við þá stödd?
Post a Comment
<< Home