Sunday, February 27, 2005

Afmæli Dísu..

Esradóttur í gærkvöldi var með eindæmum skemmtilegt. Allur Dómkórinn boðin og svo þekkti ég slatta af gömlu kópavogsliði sem er þetta 3- 5 árum eldra en ég. Og öll þessi dásamlega tónlist! Jónas Ingimundarson og kona hans léku fjórhent Ungverskan dans eftir Brahms, Diddú söng Aríu næturdrottningunnar, Sesselja Kristjáns Habaneruna úr Carmen, Anna Sigga söng Little things....., Mugison og Rúna með frumsamið lag, ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum í þessaru upptalnngu bræður Dísu og makar með skemmtinúmer og sama má segja um Kópavogsklíkuna sem gerði Dísu að Soffíu frænku þar sem hún skammaði og ráðskaðist með alla yngri bræðurna - og ekki má gleyma Snorra Vals með kornettið og lúrablæstri á undan hverju atriði og kórinn góði söng tvö lög úr Hárinu!!!! Það var nú eiginlega bráðfyndið því þetta er nú ekki beint tónlist sem við syngjum daglega.. Þarna voru um 150 manns og setið til borðs yfir dýrindis mat og drykk og bara hreint ótrúlega skemmtilegt. Síðan var stiginn trylltur dans við hljómsveitar undirleik fram eftir nóttu. Það er gaman að vera þunnur eftir svona góða skemmtun!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

getur í alvøru verid gaman ad vera thunnur? Kenndu mér trikkid!

3:34 pm  

Post a Comment

<< Home