Heill vinnudagur + einn tími í yfirvinnu
Svo lengi stóð matarboðið hjá okkur vinkonum á laugardagskvöldið. Ekki það að við værum margar - bara þrjár kellur á besta aldri - þannig að við áttum ekki í nokkrum erfiðleikum með að koma því að sem við vildum tala um - en þetta var gaman. Maturinn hjá S. er alltaf góður - ég fékk að ráða aðalrétti og pantaði góða gamla kjúklingaréttinn með 40 hvítlausrifjunum - hann sveik ekki. Forréttur með cherrytómötum, sólþurkuðum tómötum, hvítlauk og basil og dásamleg súkkulaðikaka með rjóma og jarðarberjum í eftirmat. Við töluðum dáldið sjopp - þ.e. að sjónvarpið fékk smá úttekt. Við vorum í eina tíð samstarfsmenn þegar sjónvarið var enn á laugaveginum - nú er aðeins ein okkar starfandi í Efstaleiti. Annars fór umræðan út um víðan völl - allt frá brjóstahöldum að sigrum litla einhverfa barnabarns H. Matnum og umræðunum var skolað niður með dálitlu(miklu) hvítvíni, rauðvíni, bjór, líkjör og koníaki. Var furðu hress í gær og kom ýmsu í verk og fór á þjóðahátíðina í Hlíðarskóla þar sem mín yngri var þátttakandi í japönsku atriði frá tónlistarskóla sínum. Síðan brugðum við okkur í vinnustofu þar sem kenndur var tælenskur dans - ofboðslega fallegar hreyfingar hjá dönsurunum. Þetta var fín helgi,afmæli og partí hjá barninu á 10. ára á föstudagskvöldi. Laugardagur; kóræfing hjá mér, kóramót hjá þeirri eldri, saxafóntími og klifurhús hjá þeirri yngri en alltaf byrjar helgin hjá okkur á Idol - þetta er svona júróvisjon stemning hjá okkur og gefum við stig og höfum miklar meiningar. Mér finns Idolið alveg rosalega vel lukkað sjónvarpsprógram og er eina ástæða þess að við erum með stöð tvö! Minn helgarfríi en þurfti þó að senda út einn handbolta leik í gær.....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home