Thursday, February 17, 2005

Einmana á miðvikudögum

Miðvikudagar hafa alltaf skipað sérstakan sess í mínum huga - þá er kóræfing, sungið, hlegið, bullað og gaman. Maðurinn minn að vinna flest miðvikudagskvöld og dæturnar haft pössun - verið passaðar af unglingnum í kjallaranum, sem er nú reyndar föðurbróðir þeirra á sextugs aldri! Og upptaka í gangi á vídeóinu og notaleg tilhugsun að koma heim og horfa á Bráðavaktina...en nú er engin Bráðavakt og mér líður satt best að segja voðalega illa, er óörugg með mig, sakna vina minna í Chicago, ég er dálítið grátgjarnari og finnst einhvern veginn að ég sé ekki til neins og lífið hafi engan tilgang..........Hvað á þetta eiginlega að standa lengi.........

0 Comments:

Post a Comment

<< Home