Aftur í bústað
Búin að vera heims í sólarhring vegna vinnu maka míns og messusöngs hjá mér. Var mætt niðrí Dómkirkju klukkan 07:30 - alltaf jafn gaman á þessum morgni - útvarpsmessa klukkan 08:00 og önnur messa klukkan 11:00. Dýrindis hlaðborð hjá kórnum á milli - við toppum okkur á hverju ári því veitingarnar verða alltaf betri og betri. Ætlað síðan að hlusta á messuna á netinu - já já dáldið brjálæði eftir að vera búin að syngja í tveim, en þá kötta þeir á útsendinguna akkurat í miðri altarisgöngu klukkn 09:00. Dálítið illa planlagt þetta-veit ekki hvor þetta var svona í útsendingu en alla vega þá átti næsti dagskrárliður að byrja klukkan 09:03. Ég á leið í bústað aftur og ætla að elda hreindýrakjöt í kvöld. Þetta er búið að vera dáldið mikil matarorgía þessir páskar og með tilheyradi rauðvíni og g og t fyrir matinn. En mér er ekki allri lokið.....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home