Saturday, March 05, 2005

Helgin

Við mæðgur fórum í langþráða ferð í Smáralindina í gær til að horfa á undanúrslitin í Idolin. Góði frændinn útvegði okkur 3 frímiða við mikin fögnuð dætranna. Þetta var gaman og úrslitin sanngjörn. Öll pródúsjón og framkvæmd þessarar keppni virðist vera til mikillar fyrirmyndar. Sem gamall pródúsent get ég ekki annað en dáðst að hversu vel þessar beinu útsendingar ganga, það virðist einhvernveginn allt ganga upp og engin engar feil klippingar þratt fyrir krana og steady cam og annað sem gerir hlutina erfiðari. Húrra fyrir þeim.
Á meðan við vorum á Idolinu var minn maður að undirbúa útsendingu frá fyrstu tímatöku í Formúlu 1, sendi hana út síðla nætur (eða snemma morguns) og kom seint (eða snemma) heim. Hann er u.þ.b.að vakna, allavega þegar ég talaði við hann áðan þá var hann viss um að hann vildi góðan flöskubjór í kvöld en ekkert þunnt dósalap - ég læt það að sjálfsögðu eftir honum! Annars ætla ég að elda spænskan kjúklingarétt sem ég fékk eitt sinn í íþróttadeilarboði og þarf að fara að drífa mig út í búð því að bringurnar þurfa að marinerast. Svo er spurning hvort ég skelli í eina góða skyrtertu og geri fjölskylduna fullkomlega hamingjusama. Á morgun er ég búin að melda okkur í vöflur til mömmu og spurning hvort við hjónin fáum síðan að skreppa í bíó og sjá myndi eftir erkitöffarann Clint Eastwood. Ég er búin að horfa á Dirty Harry ótal sinnum (fékk hana í heimamund með manni mínum) og sá gamli er frábær. Ég fell fyrir gráhærðum horuðum mönum, Willi Nelson og Clint Eastwood og svoleiðist týpum.....já ég ætla að spila Willy Nelson í kvöld og meira country t.d. Trio með Emmu,Dolly og Lindu. Og hver veit nema ég taki eitt lag í sing starinu með dætrum mínum.....svo getur vel verið að ég hlusti dálið á barnakór Kársness, alveg örugglega Nick Cave, kannski smá Marianne Faithfull og eitthvað fleira sem er hér til taks.
Helgar eru svo sannarlega góðar.......

0 Comments:

Post a Comment

<< Home