Tuesday, March 22, 2005

Tónlistarhús

Hvernig á blessað tónlistarhúsið að vera - á óperan að vera þar - eiga að vera tveir minni salir og einn stór - miklar vangaveltur þessa daganna. Eitt finnst mér þó ekki hafa komið fram og það er hvað við ætlum að gera þegar halda á "stórtónleika". Í gagnrýni les maður gjarnan að það hefði nú verið allt annað að heyra í viðkomandi í nýja tónlistarhúsinu og hvað það verði nú gaman þegar stórstjörnurnar kom og haldi tónleika í nýja tónlistarhúsinu. En hverngi dettur fólki í hug að söngvarar eins og Placido Domingo syngi einhverntímann í okkar nýja tónlistarhúsi? Það hús verður einfaldlega of lítið fyrir slíka tónleika. Er ekki verið að tala um 1500 - 2000 manna sal?
Ja þá þyrfti hver miði líklegast að kosta svona á bilinu 70 - 100 þúsund og ekki held ég að almennir borgarar eigi eftir að borga sig inn fyrir slíka peninga. Nei - stórtónleika verða eðli sínu samkvæmt alltaf að halda í húsum sem rúma mörg þúsund manns - annars verður miðaverðið svo óskaplega hátt. Þannig að við megum búast við að sækja "stórtónleika" Laugardalshöll og Egilshöll um ókomna tíð. Leiðinlegt....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home