Frekar lásí helgi
Svonar eru þær sumar - ég var á leið úr vinnu á föstudagseftirmiðdaginn og kom við í ríkinu í Holtagörðum. Þegar ég síðan geng að bíl mínum stíg ég í misfellu með þeim afleiðingum að fóturinn böglaðist og ég sneri mig á ökla. Ekki í fyrsta sinn og líklega ekki í það síðasta. Ég hef verið svona síðan ég var unglingur og oft hef ég tognað mjög illa. Það komu þarna nokkrir og sinntu mér þar sem ég lá í öllu mínu veldi ósjálfbjarga - sem betur fer tókst að bjarga veigunum. Ég komst í bílinn og gat keyrt heim því fóturinn dofnaði. Beint inn í rúm og þar hef ég semsagt legið frá föstudagseftirmiðdegi og þangað til ég fór í vinnu í morgun. Ég veit af biturri reynslu að þetta er það eina sem dugir - hvíla fótinn og taka ibufen. Stóri minn á vakt alla helgina en dæturnar duglegar að stjana við mömmu sína og hafa ofanaf fyrir sér sjálfar. Ég er öll að koma til og þetta verður orðið gott í vikulokin. En það er af veigunum að segja að sem betur fer tókst mér að drekka mitt fösudagsrauðvín yfir ædolinu. Ég var ánægð með úrsltin....Eitt verð ég að segja að ég hef sjaldan komið eins úthvíld til vinnu á mánudagsmorgni og núna því það var ósköp gott að dorma og lesa og glápa á spólur.......
1 Comments:
já, stundum er ágætt að neyðast til þess að hvíla sig :-)
Post a Comment
<< Home