Tuesday, March 01, 2005

Kór og aftur kór

Dómkórinn er að æfa Þýska sálumessu Brahms og loks fæ ég að syngja í þessu stórkostlega verki. Marteinn ætlar að stækka kórinn - við erum svona um 50 en hann vill a.m.k. hafa 60 manns þannig að nú er lag fyrir þá sem langar að æfa með okkur! Það eru reyndar margir sem eru búnir að biðja um að fá að koma í kórinn til frambúðar en kirkjan bara rúmar ekki fleiri söngvara. Ekki er enn búið að ákveða hvar Brahms verður fluttur. Ég held að þetta verði aðallega æft á okkar fasta æfingartíma í hádeginu á laugardögum svona fram á vorið og svo tekið upp í haust og flutt á tónlistardögum. Þetta verður reyndar ekki með hljómsveit heldur með fjórhentu píanói sem Brahms skrifaði sjálfur. Enda mundi Marteinn aldrei æfa þetta í þessu formi ef þetta væri umskrifað af einhverjum öðrum en Bramma litla. Ég á eina útgáfu af messunni - þetta er tónleikaupptaka frá 1940 með Concertgebouw í Amsterdam og nú ætla ég að kaupa mér einhverja nýja upptöku - með hverju mæla tónlistarmennirnir? Á tónlistardögum ætlum við líka að frumflytja verk eftir Harald (Halla?) sem að ég held að hafi útskrifast frá Svíþjóð í vor. Við erum líka að æfa voða flotta Ave Mariu eftur hann. Svo æfum við Missa cum populo eftir Peter Eben - sú messa verðu líka flutt í haust. Svo erum við að æfa fyrir upptöku á Bob Chilcott sem við frumfluttum sl. haust. Og haldið þið ekki að ég sé að syngja eftir 30 ár fallegu ungversku þjóðlögin sem Sayber útsetti! Nú finnst mér ég vera virkilega gömul þegar ég rifja upp að það eru 30 ár í haust síðan ég byrjaði í skólakórnum í Hamrahlíðinni.En ég man enþá talsvert af þessum lögum - og þau eru ótrúlega falleg. Mattihas Sayber var prófessor Fjölnis Stefánssonar í London þegar Fjölnir lærði þar.
Svo var ég að heyra um kóra karíókí - nú er hægt að fá t.d. Brahms á tveim geisladiskum saman á öðrum þeirra er þín rödd, í mínu tilviki altröddin, mest áberandi en á hinum eru hinar raddirnar en ekki þín og svo getur maður sungið sína rödd með.Mér finnst þetta algjört brill og ef einhver veit hvernig maður nálgast svona útgáfur þá þætti mér vænt um að fá upplýsingar um það. Jæja - þá er að koma dætrunum í rúmið, horfa á tíufréttir og svo einhvern breskan þátt og svo sofna fallega á koddanum eins og vanalega - enda hringir klukkan klukkan 05:50.....geri aðrir betur..Bona notte...

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er hægt að komast í kór þó að maður sé gersamlega laglaus? Þetta virðist vera skemmtilegur félagsskapur, ferðalög og fyllirí.

Einar

1:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir þessar upplýsingar Árni Heimir - nú er bara að panta..
Og Einar minn - sko kórstjórinn minn segir að það sé hægt að kenna öllum að syngja en ekki sé hægt að kenna fólki að vera skemmtilegt, þannig að laglaus, eða ekki laglaus, skiptir ekki máli! Og félagsskapurinn er skemmtilegur...
Ég sjálf

8:02 pm  
Blogger Kristján Orri Sigurleifsson said...

Ég mæli með Berlínar Fílharmoníunni sem hefur hlýtt sound (Passar vel í þetta verk) með sænska útvarpskórnum æfður af Eric Ericson en það er verulega þekktur stjórnandi í kóraheiminum. Það Claudio Abbado sem stjórnar, Bryn Terfel bariton og Barbara Bonney sópran. Þetta fæst á DVD.

9:06 am  
Blogger Kristján Orri Sigurleifsson said...

Gleymdi að segja, útgefið af Arthouse musik.

9:07 am  

Post a Comment

<< Home