Thursday, March 31, 2005

Páskaeggjaorgía

Frá því dætur mínar voru litlar þá hef ég tekið fyrir það að þær fái fleiri en eitt páskaegg. Sumir eru að fá frá ömmum og öfum úr öllum áttum en ég hef tekið þá stefnu að eitt páskaegg á barn sé nóg - ef einver vill gefa þeim egg þá er það fínt - en þá kaupum við foreldrarnir ekki. En nú kom vel á vondan! Það var búið að kaupa egg handa stelpunum þegar ég fékk eitt vænt héðan úr vinnunni. Síðan vann yngri stelpan 2 egg í einhverjum netleik hjá góu þannig að allt í einu voru komin 5 páskaegg á heimilið. Það skal tekið fram að þau voru öll étin - það síðasta á 2. dag páska. Já já og svo var ég búin að kaupa nammi til styrktar einhverju íþróttafélagi svo ekki vorum við nammilaus um þessa páska!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home