Þessi er alvöru
Ég og sú yngir mín hlustuðum á hádegisfréttir í gær og tókum úr uppþvottavélinni í leiðinni. Í miðju stússeríi spyr stúlkan "Hver drap eiginlega páfann"
Ég er búin að vera að hugsa málið og velti því fyrir mér hvort þetta sé út af því að hún horfi á mikið ofbeldi í sjónvarpinu, en svo er ekki. Þær eru fljótar að líta undan þegar þær sjá gult eða rautt merki í horni skjásins og sú eldri segir að það skemmi í sér sálina að horfa á ljótt í sjónvarpi og ljótar myndir - skynsöm stúlka sú. Ég held að sú yngir hafi haldið að einhver hafi drepið hann af því að þetta fær svona mikla umræðu í fjölmiðlun. Hún er ekki vön því að svona mikið sé gert úr dauða fólks ef það hefur dáið af eðlilegum dauðdaga og þá hlýtur skýringin að vera sú að hann hafi verið drepinn.
Og svo er nú ekki eins og páfinn sé daglegt umræðu efni á heimilinu, þannig að þarna er verið að fjalla um mann sem er henni svo til gjörsamlega ókunnur - en fær þessa gríðarlegu umfjöllun.
Ég er búin að vera að hugsa málið og velti því fyrir mér hvort þetta sé út af því að hún horfi á mikið ofbeldi í sjónvarpinu, en svo er ekki. Þær eru fljótar að líta undan þegar þær sjá gult eða rautt merki í horni skjásins og sú eldri segir að það skemmi í sér sálina að horfa á ljótt í sjónvarpi og ljótar myndir - skynsöm stúlka sú. Ég held að sú yngir hafi haldið að einhver hafi drepið hann af því að þetta fær svona mikla umræðu í fjölmiðlun. Hún er ekki vön því að svona mikið sé gert úr dauða fólks ef það hefur dáið af eðlilegum dauðdaga og þá hlýtur skýringin að vera sú að hann hafi verið drepinn.
Og svo er nú ekki eins og páfinn sé daglegt umræðu efni á heimilinu, þannig að þarna er verið að fjalla um mann sem er henni svo til gjörsamlega ókunnur - en fær þessa gríðarlegu umfjöllun.
2 Comments:
hó
ætlaði ég ekki einhvern tímann að kíkja til þín? Eigum við að finna tíma?
Það er kannski ekki fallegt að segja það en mér finnst þetta svolítið fyndið.
Post a Comment
<< Home