Tuesday, May 17, 2005

Enn ein unaðshelgin

Helgarnar í bústðnum snúast mikið um mat, drykk, leti heitan pott og lestur. Eldaði alveg svakalega góðan kjulla sem ég fann hjá þessari www.hildigunnurr@blogspot.com - það var á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum grilluðum við síðan - ég er nú ekki sérstaklega mikið fyrir grill en þetta var rosalega gott - úrbeinaður framhryggur sem við keyptum í Nóatúni - kartöflur, salat og svo köld sósa sem kennd er við eitt af fínni steikhúsum bæjarins en var alls ekki góð - var eins og notað væri létt mæjo í sósuna og það er eitthvað skrítið brað af slíkri sósu. Við borðum ekki mikið af rauðu kjöti á heimilinu svo dætur mínar verða eins og villidýr þegar þær komast í svona gott kjöt og vilja helst hafa það sem rauðast og borða það kalt daginn eftir. Þær minna mig á einhver lítil villidýr þegar þær óa og emja af gleði yfir kjötbitum! Svo gleypti ég í mig hina sérlegu vænmnu en stórskemmtilegu bók The notebook eftir Nicholas Sparks - las hana reyndar á íslensku með hinu órómantíska heiti Minnisbókin. Þetta var ekta sumarbústaðarlestning, en ekki finnst mér hún komast með tærnar þar sem Brýrnar í Maddison sýslu hafa hælana en á bókar kápu þá er þessum tveim bókum líkt saman. Ég er staðráðin að sjá myndina - langar að vita hvernig þessi stórmyndalegi, handlagni ljóðalesandi lítur út - samkvæmt lýsingum er hans eins og Mel Gibbson í Tim - bara dálítið klárari. Svo byrjði ég að búa bústaðinn undir sumarið, en við ætlum að leigja hann út í sumar eins og í fyrra - dálítið erfitt en þetta er dýr rekstur og ekki veitir af að fá eitthvað upp í rafmagn og fasteignagjöld. Verður líka til þess að við höfum frekar efni á að ferðast innanlands og gera eitthvað mikið skemmtilegt - enda á veðrið að vera gott í sumar samkvæmt langtíma spám.Búið í bili.....

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jeremías, ég fór úr bíóinu með ekka og alles þegar ég sá Notebook um árið. Leigði hana svo þegar myndin kom á video og missti mig alveg aftur....
Svona eiga myndir að vera, ef maður er eitthvað tilfinningalega bældur eða heftur þá er þetta bara málið :D

12:01 pm  
Anonymous Anonymous said...

Úff, gleymdi að kvitta :Þ

-dramadrottningin í Paradís-

12:02 pm  
Anonymous Anonymous said...

En hefuðu lesið bókina? Hún var dáldið væmin, en bráð skemmtileg..
k.

3:32 pm  
Blogger Hildigunnur said...

hvaða uppskrift var þetta? þessi sinnepspaneraði? bara smá forvitni, sko ;-)

9:36 am  
Anonymous Anonymous said...

Já þessi með sinnepskornunum og köldu sósunni og eplunum - algjört jumm jumm - á örugglega eftir að elda hann oftar
k.

11:08 am  

Post a Comment

<< Home