Ég fór í þá dýru búð 10-11
í gær því mig langaði í rúgbrauð og kæfu. Varla í frásögu færandi - ekki frekar en heilsíðu fyrirsögnin á Dagblaðinu "Linda P. laus við morgunógleði" Nú held ég að við séum komin með sigurvegara í ekki frétta keppninni. Er ykkur ekki sama þó hún sé laus við ógleðina? Svo fór ég að hugsa að það eru u.þ.b. 20 ár síðan hún var kosin ungfrú heimur - það þýðir að þeir sem eru undir 25 ára aldri vita varla hver hún er - og hinum eldri er nokk sama. Ég og stelpurnar á kössunum filssuðum ógurlega yfir þessari fyrirsöng enda voru allir standar fullir af óseldum blöðum - og klukkan var gengin í 10 í gærkvöldi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home