Friday, May 13, 2005

Fallega sagt

Ég var að fara yfir líffræði með eldri dóttur minni í gær - enda próf í morgun hjá henni. Við vorum komin að enda bókarinnar og þar er verið að tala um ellina. Sýnd var mynd af 17 ára stelpu og síðan önnur af sömu konu 70 ára gamalli. Við ræddum um útlitsbreytingar og hverning hún hefði breyst og hversvegna - reynslu hennar og hvað hún væri nú vitrari 70 ára gömul. Svo barst talið að hrukkunum og þá sagði mín þessa fallegu setningu "Mikið af hrukkum og full af gæsku". Þetta fanst mér sætt....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home