Thursday, May 12, 2005

Gaman gaman

Allt búið að vera brjálað að gera hjá mér. Nú er umferðarskólinn komin á fullt skrið og búið er að heimsækja 20 leikskóla hér í Reykjavík - u.þ.b. 70 eftir. Svo er það Hafnarfjörður og Garðabær - þar byrjum við þann 20. maí. Kópavogur er erfiður - við verðum að nota gamla lagið þar og fara í grunnskólana þegar þeim lýkur. En eitt er á hreinu: það er ekkert prívatlíf þegar maður á börn á leikskóla.Ég fór með í fyrstu skólana og þá fengum við að heyra allt um pabbanna sem nota ekki belti og hitt og þetta.
Annars er ég með fínt fólk í kennslunni - lögreglurnar tvær úr forvarnadeildinni og leikskólakennara. Við ætlum að ná til 98% 5 og 6 ára barna með því að fara í leikskóla en ekki láta börnin koma í grunnskóla. Svo langar mig rosalega að komast út á land með fræðsluna. Vantar bara tíma til að skipuleggja það. Það hefst vonandi í næstu viku. Svo voru að koma niðurstöður úr könnuninni sem við gerum árlega fyrir utan leikskólana. Þær verða gerðar opinberar á blaðamannafundi í næstu viku. Blaðamanna fundur í tilefni þess að þetta er í 10. skipti sem könnunin er gerð. Elsku blessuð börnin - hvað mörg þeirra eiga stupid foreldra!!! Það er skandall að enn séu börn laus í bílum og sitji fyrir framan uppblásanlega öryggispúða - þrátt fyrir alla fræðsluna. Nú þarf að fara að sekta meira því fólki finnst erfitt að borga 10000 kall í sekt þó því finnist ekkert erfitt að láta börnin sín vera í lífshættu næstum daglega.

1 Comments:

Blogger Kristján Orri Sigurleifsson said...

Hæ frænka! Geturðu sent mér heimilisfangið þitt á kontri@c.dk því ég ætla að senda þér geisladiska með góðri músík.

7:02 am  

Post a Comment

<< Home