Fótboltinn byrjaður
Ég er í klípu vegna íslandsmeistaramóts kalla. Sko þegar Breiðablik er í úrvalsdeildinni þá held ég náttúrulega með þeim - alin upp í Kópavogi. Þegar þeir svo falla reglulega þá hef ég lofað mannni mínum að halda með KR, en þar sem ég bý í Þróttarahverfinu og það eru einlægir köttarar allt í kring þá hallast ég að þeirri stemningu - það er svo gaman að vera þorpari. En nú er komin upp alvarleg staða varðandi 1. deildina. Þar er Breiðablik að spila og einnig KS og með Siglufjarðarliðinu spila tveir frændur mínir þeir Steindór og Þórður Birgissynir. Og að sjálfsögðu verð ég að halda með þeim. Eigum við ekki bara að hafa þetta þannig að ég vona að Breiðablik komist upp í úrvalsdeildina og KS haldi sig í 1. deild - allir sáttir?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home