Friday, May 27, 2005

Góð mynd á sunnudagskvöld

Before night falls heitir myndin sem er á sunnudagskvöldið í sjónvarpinu. Hún er byggð á sjálfsæfisögu Reinaldo Arenas og bókin er sérlega áhrifamikil. Ég las einhverju sinni umsögn Hallgríms Helgasonar um myndina og las eftir það bókin. Síðan reyndi að fá myndina á video-leigu en engin átti hana. Ég setti mig í samband við Hallgrím en hann átti hana ekki heldur. Þá hringdi í 78 Samtökin en ekki var hún til í safni þeirra. Þeir ætluðu að setja hana á innkaupalista, en ég hef alltaf gleymt að hringja aftur og spyrja um hana. En nú get ég sumsé horft á hana á sunnudagskvöldið. Þetta er saga Reinaldo sem býr á Kúbu. Hann er samkynhneigður og slíku fólki var ekki vært undir stjórn Castros. Svo var hann ljóðskáld og samdi ljóð lítt þóknanleg stjórnvöldum. Hann fór síðan til Bandaríkjanna þar sem hann lést. Horfið!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home