Wednesday, May 25, 2005

Meðvirkni

Ég er virkilega meðvirk þessa dagana - dætur mínar eru orðnar nokkuð þreyttar á skóla, prófum og að vakna á morgnanna. Mér finnst ég eins og íþróttaþjálfari og hvet þær áfram. En ég skil þetta ósköp vel. Nú vilja þær bara vera úti til 22:00 og sofa út. Sú eldri er að taka síðasta prófið í dag og er búin á því. Hjá þeirri yngir er allt heimanám búið, en tónlistarskólanum lýkur ekki fyrr en í dag þegar hún tekur 1. stig í saxafóni. Mér finnst tónlistarskólinn starfa of lengi, það er allt búið, kór og karate en ekki tónlistarskólinn og nú vilja þau bara tjilla og leika sér eftir langan og erfiðan vetur. En það má byrja á fullu í haust, þá snýst þetta við, þau eru orðin þreytt á óreglunni og vilja takast á við kerfjandi verkefni. En næstu viku á ég eftir að vera jafn þreytt og buguð og þær og taka undir allar kvartanir og stappa í þær stálinu

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já mér finnst þetta líka - maður lítur næstum á það sem móðgun að þurfa að mæta í vinnu, skóla, kóræfingar ... Annars var Vaka í forstigi á fíðlu í gær, gekk rosavel, flautuleikari að hlusta - nýja systemið hjá þeim. En ég er sem sagt fegin að dagar hinnar miklu leti eru að renna upp, allir eiga það skilið ...
shg

1:47 pm  
Blogger Hildigunnur said...

Fífa vill fá að vera úti til tólf, það er víst fæðingarárið sem gildir en ekki afmælisdagurinn. Hún fær það nú samt ekkert, amk ekki alltaf.

Skólarnir báðir að klárast hjá mér, sammála um að við eigum ekki að vera svona lengi. Krakkarnir gersamlega búnir að missa einbeitinguna.

10:51 pm  

Post a Comment

<< Home