Júróvisjón
Jæja - þá er þessi blessaði júródagur upp runnin - það er júró hinn fyrri. Ég er með mína vara dómnefnd upp í sjónvarpi í dag og greiðum við lögunum atkvæði eftir lokaæfingu. Þessi atkvæðagreiðsla er síðan notuð ef eitthvað fer úrskeiðis í símakosningum í kvöld. Sami háttur verður við hafður á laugardag þá horfum við á lokaæfingu kringum hádegi. Í fyrra var þessi háttur við hafður og þá sat ég salí róleg heima hjá mér á keppniskvöldinu sjálfu í stað þess að vera í stressi niðri í sjónvarpi eins og verið hafði undanfarin ár - þetta verður fínt. Og dómnefndin alltaf jafn skemmtileg......
1 Comments:
Mikið er vald þitt, Kristín!
Post a Comment
<< Home