1. stig
Það var stolt móðir sem stóð utan við dyrnar á salnum hjá Sigursveini í gær og hlustaði á ungann sinn í stigs prófi. Hún var búin að kvíða þessu dálítið - enda aldrei gert neitt þessu slíkt áður - og mest kveið hún því að spila mollana (hún ber það fram molana) sagði að þeir gerðu hana sorgmædda.....En allt gekk vel og hún kom rjóð í kinnum fram og ánægð með sjálfa sig - hver er það ekki þegar hann er búin að yfirvinna hræðslu við eitthvað sem hann þekkir ekki. Var keyrð aftur í skólann og var rosalega ánægð.
4 Comments:
Til hamingju med skvísuna :-)
Knús
Thóra Marteins
takk ljósið mitt - svo fékk hún að vita í gær að hún hefði fengið 9.3 í einkun....ein lítil voða glöð...
k.
frábært, til hamingju :-)
Takk
Post a Comment
<< Home