Friday, June 10, 2005

Ammæli

Stuð hjá okkur í gær - bekkjarafmæli hjá Bryndísi. Hún verður reyndar ekki 10 ára fyrr en í ágúst, en reynsla síðustu ára hefur kennt okkur að það er eiginlega betra að halda upp á afmælið fyrirfram. Það þýðir náttúrurlega ekkert að halda afmæli í ágúst og oft hefur það dregist rosalega - langt fram eftir hausti.
Allaveg - þá langði þá stuttu (eða þannig - hún er mjög hávaxin og ekkert nema bjór og bein) að bjóða öllum bekknum - líka strákum, enda mikil strákastelpa og leikur sér talsvert með nokkrum þeirra. Þetta gekk vonum framar, börnin voru 15 og boðið upp á pylsur og pylsubrauð, gos, ís og tyggjó. Við stóðum lengi fyrir framan sælgætisrekkann í Bónus um daginn og reyndum að finna nammi sem ekki innihélt hnetur því einn bekkjarfélaga hennar er með lífshættulegt hnetuofnæmi. Við enduðum á tyggjói og svo var keppni í gær í kúlublæstri. en ekki tókst að grilla Þau átu, drukku og voru í stuði. Sum léku úti, önnur voru í sing star og sum horfðu á The incredibles og höfðu heimabíóið vægast sagt hátt stillt, tilhvers er líka heimabíó ef ekki má stilla allt í botn! Allir farnir heim um 22:00 og afmælisbarnið alsælt með yfir 4000 kr sem fara inn í banka. Þeir sem gáfu pening gáfu allir 500 - fínt að halda þessari reglu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home