Þungbúin morgun
Eitthvað er ég syfjuð og í litlu stuði. Búið að vera rosalega mikið að gera undanfarnar vikur en nú fer umferðarskólanum að ljúka hér í Reykjvík. Hafnarfjörður, Garðabær, Keflavík og Njarðvík búin og Kópavour klárast í þessari viku. Akureyri í næstu viku. Ekki láta ykkur detta í hug að ég hafi verið sjálf á öllum þessum stöðum - ég er skipuleggjarinn og reddarinn og sendillinn og svara ótal tölvupóstuum daglega, sendi boðsbréf, hef samband við Bjarkarás etc. Fór reyndar og kenndi í fjórum leikskólum í vesturbænum í gær. Var með Hildi Rún súper löggu. Það var rosalega gaman að kenna og þessi 5 og 6 ára börn eru dásamleg - móttækileg, fróð um umferðarreglur, vilja gera allt rétt, segja hryllingssögur af pöbbum og mömmum og frændum og frænkum. Í einum leikskólanna sat ég fyrir framan þau þegar myndin sem Felix Bergsson gerði fyrir okkur var sýndi og fylgdist með svipbrigðum - dásamlegt vægast sagt, gleði, spenningur, haka niðrá bringu, pínu hræðsla, og svo sungið með. Elsku blessuð börnin
1 Comments:
Haha, frábært! Börn rúla!
Post a Comment
<< Home