Thursday, June 16, 2005

Óhemju gangur í mér

Já það er ekki hægt að segja annað - ég er hálf vængbrotin eftir að sú eldri fór í Vindáshlíð í gær. Ekki var það nokkuð vandamál hjá henni að kveðja - en ég var döpur þegar rútan fór og sagði Gulla að mér liði eins og þegar hún byrjaði í skóla - einhver söknuður í manni þegar nýtt skref er stigið. Þetta er náttúrulega engin hemja - það eru nú takmörk hvað maður má láta eftir sér að teygja á naflastrengnum. Stelpan á eftir að standa sig vel - og svo er litla krúttið okkar heima og var dekrað við hana í gær. Hún er alsæl á reiðnámskeiði upp í Víðidal og kemur angandi heim eins og heilt stóð . Nú langar mig verulega verulega verulega í sumarfrí - ég stend sjálfa mig að því að vaka allt of lengi á kvöldin, ég get ekki misst af þessari dýrð sem er utandyra. Næsta ár ætla ég að reyna að komast í frí seinni part júnímáaðar.....

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

ohh, hvað verður hún lengi? viku? ég þekki tilfinninguna. Get ekki beðið eftir að Fífa komi úr kórferðalaginu með Graduale. Næsta vor/sumar fara þær kannski saman í Gradualeferð...

12:05 pm  
Blogger Hildigunnur said...

og heyrðu:

viltu plíís skrá þig á mikkavefjarveituna? ég er að missa af færslunum hjá þér aþþí ég kíki bara á mikkasíðuna mína til að fylgjast með hvaða færslur eru nýjar. Og það finnst mér alveg voðalega slæmt...

10:37 pm  

Post a Comment

<< Home