Viðskiptahugmynd
Fékk eina slíka um helgina - og ég verð örugglega rosalega rík þegar ég hrindi henni í framkvæmd.
Við vorum í sumarhúsinu um helgina og sú yngri var með ein 4 - 5 tuskudýr með sér. Eitthvað fannst henni föðurbróður sinn ekki umgangast dýrin af nægri virðingu; hann settist á þau, henti þeim í aðra stóla ef honum sýndist svo og tók þau upp á skottinu. Þá fékk ég þá snildar hugmynd að stofna dýraspítala sem gerir við tuskudýr sem rifna eða kemur saumspretta á. Ekki lifði þessi hugmynd lengi því ég áttaði mig á að þessi dýr eru flest svo vönduð að þau duga og duga og rifna ekki. Þá fékk ég brill hugmyndi! Ég ætla að stofna svona þérapíu miðstöð fyrir þau dýr sem sætt hafa ofbeldi. Ég gæti semsagt tekið fórnarlambið og eiganda þess í viðtalstíma og reynt að bæta fyrir skaðann. Einnig gæti ég boðið gerandanum að vera með - því augljóslega þarf hann líka lækningu. Ég held að besti staðurinn til að setja upp slíka stöð sé í Kaliforníu. Þar held ég að sé nóg af fólki með nægan tíma og fullt af pening sem mundi þiggja svona ráðgjöf. Við getum örugglega fengið inni hjá þeim sem hjálpa fólki að ættleiða hvali. Hvað segið þið? Haldiði ekki að það sé grundvöllur fyrir svona miðstöð?
Við vorum í sumarhúsinu um helgina og sú yngri var með ein 4 - 5 tuskudýr með sér. Eitthvað fannst henni föðurbróður sinn ekki umgangast dýrin af nægri virðingu; hann settist á þau, henti þeim í aðra stóla ef honum sýndist svo og tók þau upp á skottinu. Þá fékk ég þá snildar hugmynd að stofna dýraspítala sem gerir við tuskudýr sem rifna eða kemur saumspretta á. Ekki lifði þessi hugmynd lengi því ég áttaði mig á að þessi dýr eru flest svo vönduð að þau duga og duga og rifna ekki. Þá fékk ég brill hugmyndi! Ég ætla að stofna svona þérapíu miðstöð fyrir þau dýr sem sætt hafa ofbeldi. Ég gæti semsagt tekið fórnarlambið og eiganda þess í viðtalstíma og reynt að bæta fyrir skaðann. Einnig gæti ég boðið gerandanum að vera með - því augljóslega þarf hann líka lækningu. Ég held að besti staðurinn til að setja upp slíka stöð sé í Kaliforníu. Þar held ég að sé nóg af fólki með nægan tíma og fullt af pening sem mundi þiggja svona ráðgjöf. Við getum örugglega fengið inni hjá þeim sem hjálpa fólki að ættleiða hvali. Hvað segið þið? Haldiði ekki að það sé grundvöllur fyrir svona miðstöð?
3 Comments:
einu sinni var starfraektur a islandi bruduspitali sem lagadi gamlar dukkur. hugrun
Já en hvað með andlegu hliðina?
k.
Þetta er algjör snilld! Þú verður að drífa í þessu áður en einhver annar fær sömu hugmynd og hrindir henni í framkvæmd.
Einar
Post a Comment
<< Home