Thursday, June 23, 2005

Jón Magnússon ráðherra

Heyrði á Talstöðinni í morgun að á þessum degi hefði látist Jón Magnússon ráðherra. Jón var fæddur árið 1859. Árið 1926 var Jón þá á ferð með dönsku konungshjónunum þegar hann varð bráðkvadur. Margir telja að Jón hafi ekki notið sannmælis sem ráðherra og að nafni Hannesar Hafstein hafi hugsanlega verð meira áberandi á kostnað Jóns. En trúlega minnast fáir Jóns þar sem hann átti ekki afkomendur sem héldu nafni hans á lofti. Jón var afabróður mannsins míns - afi Gulla hét Sigurður Magnússon og var fyrsti yfirlæknir á Vífilsstöðum. Hann var fæddur 1869 og lést 1945. Hann giftist konu sér 23 árum yngri - Sigríði Jónsdóttur - sem var hjúkrunarfræðinemi frá Bíldudal og seinna formaður Kvennréttindafélags Íslands. Pabbi Gulla - Páll Sigurðsson fæddist 1917, sama ár og pabbi minn. Mæður okkar eru fæddar 1923 og 1926. Við vorum sein til barneigna hjónin, vorum nær fertugu en þrítugu þegar dæturnar fæddust. Þær eiga því ekki mikið af lifandi forfeðrum - mamma mín er sú eina sem er á lífi og verður 79 ára þann 26. júlí, hún á sama afmælisdag og Mick Jagger! Dætur okkar voru þó svo lánsamar að pabbi minn og tengdamamma voru á lífi þegar þær fæddust, þó svo sú yngri muni ekki eftir þeim. Dætur mínar og Gulla voru einu barnabörn Önnu Soffíu tengadamóður minnar og var hún ný orðin sjötug þegar sú eldri fæddist.
Það er ómetanlegt fyrir börn að eiga og kynnast öfum sínum og ömmum - mamma mín er víðáttu hress og er ómetanlegt fyrir þær að eiga hana að, en ég vildi svo sannarlega að allt væri fullt af öfum og ömmum í kringum þær. Því hvet ég alla til að eiga börn sín snemma á lífsleiðinni - með því gefið þið þeim tækifæri til að eiga samneiti við þá sem eru eldri og reyndari og muna tímana tvenna.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

fyrir utan hvad afarnir og ommurnar hafa gaman af thvi! hugrun

11:07 am  

Post a Comment

<< Home