Thursday, June 23, 2005

Síðasta helgi

Er svona að koma til eftir síðustu helgi - samkvæmislífið tók sinn toll. Fimmtudag brúðkaup, 17. júní var litli Ari Dignus Maríuson skírður heima hjá ömmu sinni - langafinn skírði og langamma hélt undir skírn. Niðrí bæ með þá yngir - ég er með klígju fyrir miðbænum á þessum degi. Við ráfuðum þarna um og heilsuðum manni og öðrum. Dótturinni tókst að komast í 3ja miða tæki á Lækjartorgi og var nokkuð sátt eftir það. Síðan var henni mútað með nammi og svona lítilli græju sem þú setur á tunguna og framleiðir fuglahljóð - og þá var hún sátt við að fara heim. Ég var orðin fótafúin eftir að hafa gengið á pæju skónum og mikið skelfing, skelfing var gott að setjast út í garð í kringum sjö, hálf ber, með lappir upp í loft og teyga ískaldan bjór - þeir urðu nokkur það kvöldið + hvítvín og fullt af góðum ostum.
Laugardagskvöldið var frábært!!! matarboð hjá heimspekingnum og siðfræðingum Bryndísi. Þarna voru pönkarahjón nr. 1, sköllóttur íþróttafréttamaður og kona hans meinatæknir hjá ÍE og svo við hjónin, pródúsentinn og fræðslufulltrúin. Maturinn var ótrúlegur!!!! Susi í forrétt og svo var grilluð keila og síðan grilluð langa. Hrísgrjón, salat, og köld sósa á barbie disk. Nammi nammi namm. Hrikalega mikið hvítvín drukkið - og aðalpönkarinn kom síðan með uppáhalds skoska viskiíð sitt í þrem mismunandi útgáfum þar sem reynt var að líkja eftir bragðinu eins og það var fyrr á öldinni.
Þetta var gaman til klukkan 04:00, ekki eins gaman daginn eftir....Þessi helgi verður öllu rólegri, það verður mest lítið gert. Sú yngri er að ljúka við reiðnámskeið og það verður sýning hjá henni á morgun í reiðhöllinni.....

1 Comments:

Blogger Uppglenningur said...

Það er nú svolítið síðan það var síðast skrifað á þessa síðu.

10:11 am  

Post a Comment

<< Home