1. versi
er lokið. Komum heim í gærkvöldi eftir vel heppna ferðalag. Lögðum af stað héðan þann 6.júlí og gistum á Hofsós í 2. nætur. Þar er Wincie frænka mín við störf. Sváfum í Brimnesi sem Bill Holm á og er í öll sumur, en er því miður búin að vera alvarlega veikur westanhafs og komst ekki til Íslands þetta sumar. Hann er sem betur fer á batavegi- en það vantaði talsvert að sjá ekki þennan yndislega skeggjaða mann vappa a milli Síðu og Brimnes. Stelpurnar fóru á hestbak í Varmahlíð og svo áttum við góðar stundir með Wincie - fórum meira að segja að Vatni og gerðumst hjálplegar við að smalamennsku. Þann 8. júlí lá leiðin að Eiðum í bústað Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins. Þar vorum við síðan í viku í fínu veðri. Fórum a Kárahnjúkum, niðrá alla firði, í Atlavík og allt þetta helsta sem maður gerir þarna austnalands. Og veðrið lék við okkur. Mamma flaug til okkar á og var með okkur frá þriðjudegi. Síðasta daginn fórum við á Borgarfjörð eystri og það var eftirminnileg ferð. Veðrið var stórkostleg og náttúrufegurðin ólýsanleg. Við fórum að verndaða varpstaðnum við smábátahöfnina og það var gaman að fylgjast með fuglalífunu þar og horfa á ungana spreyta sig. Keyrðum síðan frá Eiðum á föstudeginum og fórum lengri leiðina þ.e. um suðurfirðina og stoppuðum meðal annars á Stöðvarfirði og skoðuðum steinasafnið hennar Petru. Gistum áHótel Eddu við Höfn og komum heim í gær eftir frábært ferðalag. Á morgun á síðan að leggja á vestuland og höfum við fengið lánaðna tjaldvagn til fararinnar þ.e.a.s. ætlumað skipta á tjaldvagni og bústaðnum við samstarfskonu mína. Við ætlum að byrja á Snæfellsnesi - taka síðan Baldur og fara á Tálknafjörð, heimsækja bróður Gulla sem nú dvelur á Flateyri og svo langar okkur á Akureyri - sjáum til hvert úthaldið verður.En allavega er búið að spá bestu veðri á vesturlandi næstu viku....jibbý..
0 Comments:
Post a Comment
<< Home