Monday, August 22, 2005

Einkennilega að verki staðið

Ég bý svo til inn á lóð Vogaskóla og hef gott útsýni yfir hvað þar fer fram. Nú er búið að rífa yngsta hluta skólans svo hægt sé að byggja við skólann sem er fyrir löngu er búin að sprengja allt húsæði utan af sér. En afhverju að rífa nýjasta hlutann? Jú hann var alltaf til vandræða - stofur litlar og borulegar og byggingin hræðilega ljót. Nú á að byggja almennilega við með bílastæðishúsi neðajarðar og góðu eldhúsi o.s.frv. Skólastarfið í ár verður því með sérkennlegu móti, yngstu börnin verða út í Sólheimum í húsnæði sem þar er búið að gera upp. Fyrir tveim árum voru sett útihús alveg við stofugluggann hjá okkur. Þessi hús litu ágætlega út og voru máluð í sama lit og skólinn og hafa ekki truflað okkur nokkuð skapaðn hlut. Húsin voru flutt rétt fyrir skólasetningu það árið og það þýddi að unnið var öll kvöld og helgar til að ganga frá þeim áður en skóli var settur. Síðan kom í ljós að kostnaðurinn við þennan frágang var svo mikill með alla þessa smiði í helgarvinnu að ekki var hægt að kaupa fleiri leiktæki á skólalóðina.
En hvað gerist í ár? Nú eru þeir að vinna helgar og kvöld við að breyta þessum útihúsum og mætti segja mér að launakostnaðurinn við það verði verulegur. Það hefur væntalega verið vitað frá því skóla lauk í vor hvaða breytingar yrðu gerðar á þessum húsum en ekki tekin upp hamar fyrr en hálfum mánuði áður en skóli byrjar. Einkennilega vinnubrögð það ekki satt?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home