Wednesday, August 10, 2005

Alveg að verða 10 ára....

mín yngri. Þann 12. ágúst. Hún er nokkuð með á hreinu hvað hana langar í og er þar efst á óskalista Quarassi bolur. Það var mikil sorg hjá minni á sunnudaginn þegar við foreldrarnir reyndum að segja henni eins varlega og hægt var að uppáhaldshljómsveitin hennar væri hætt. Við vildum gera það áður en hún læsi það sjálf í Mogganum. Henni fannst þetta hrikalega leiðinlegar fréttir og felldi nokkur tár. Ég sjálf er búin að vera í Coldplay kasti síðan nýjasti diskurinn kom út, hann er vægast sagt alveg hrikalega góður!
Svo var að koma út diskur með pabba mínum - meira um það síðar......

0 Comments:

Post a Comment

<< Home