Skólarnir að byrja
Fór með dætrunum í innkaupaleiðangur í gær og keyptum við ógrynni að plastmöppum, stíla- og reiknisbókum og ýmislegt fleira sem þarf til að hefja skólaárið. Reikningurinn hljóðaði upp á heilar 16000 krónur - en inn í því er sólataska fyrir þá eldri og íslensk-dönsk/dönsk-íslensk vasaorðabók. Þetta er þriðja skólatösku Önnu sem er að fara í 7. bekk því reglan á heimilinu er að hverja tösku skal nota í þrjú skóla ár. Ágætis regla og þær eru alveg komnar á band okkar foreldra að betra sé að eyða peningum í eitthvað skemmtilegt heldur en að kaupa skólatöskur á hverju hausti þó svo að hinar séu í góðu lagi. Við höfum líka oft fengið góðar töskur á útsölum í "kaupfélaginu" Selfossi. Það hefur í gegnum árin farið sjúklega í taugarnar á mér þegar á að telja foreldrum trú um að börn sem séu að hefja skólagöngu þurfi töskur sem kosti 7 - 9 þúsund. Barn sem er að hefja skólagöngu er í mest lagi með þunna möppu, litla lestarbók og pennaveski í tösku sinni og svo ganga börn ekki í skóla lengur - þau eru keyrð.
Anna var alveg viss um að hún vildi svarta tösku, sagði að þegar töskur allra bekkjarfélaganna væru saman í hrúgu væri hún með þá einu sem væri blá. En sjá! hún valdi sér rauða tösku af því að henni fannst hún fallegri. Þetta var ég ánægð með. Ég hlakka til þegar skólinn byrjar og lífið fer í fastar skorður. Ég man hvenær við foreldrarnir sofnuðum síðast á eftir dætrunum - þær eru eitthvað að gaufa í tölvunni, horfa á DVD og spjalla langt fram eftir nóttu. Svo er iðulega einhver sem gistir hjá þeim. Við höfum nóg pláss og það er bara ganman að hafa næturgesti. Svo eru þær líka sofandi hist og her. Ég er aftur á móti búin þegar klukkan fer að halla í tólf, enda árrisul kona í fullri vinnu.
Anna var alveg viss um að hún vildi svarta tösku, sagði að þegar töskur allra bekkjarfélaganna væru saman í hrúgu væri hún með þá einu sem væri blá. En sjá! hún valdi sér rauða tösku af því að henni fannst hún fallegri. Þetta var ég ánægð með. Ég hlakka til þegar skólinn byrjar og lífið fer í fastar skorður. Ég man hvenær við foreldrarnir sofnuðum síðast á eftir dætrunum - þær eru eitthvað að gaufa í tölvunni, horfa á DVD og spjalla langt fram eftir nóttu. Svo er iðulega einhver sem gistir hjá þeim. Við höfum nóg pláss og það er bara ganman að hafa næturgesti. Svo eru þær líka sofandi hist og her. Ég er aftur á móti búin þegar klukkan fer að halla í tólf, enda árrisul kona í fullri vinnu.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home