Friday, August 12, 2005

Elsku stelpan

mín er 10 ára í dag. Það gekk mikið á þegar ég var skorin bráðakeisar laugardagskvöldið 12. ágúst 1995. Hún var ekki hérnamegin þegar hún var tekin en læknum tókst að koma í hana lífi. Ég sá hana ekki fyrr en hún var orðin 15 tíma gömul og þá var hún tengd allskonar tækjum og lá á vökudeild, fyrir utan að Gulli kom yfir á gjörgæslu til mín með poloroíd mynd af henni. Afskaplega löng og horuð og horfði í myndavélina stórum augum. Læknunum frábæru á vökudeildinni tókst að koma henni til lífs og ekki hlaut hún skaða af. Nú er hún frábær, frísk stelpa sem spilar á saxafón, æfir karate, er einstakelga geðgóð og bóngóð. Hún elskar stærðfræði og telur sig þekkja Reykjavík það vel að hún geti hjólað vítt og breytt um bæinn. Hún á að baki stórt hlutverk í kvikmynd og er frekar utanvið sig og ómótsæðileg á alla kanta og máta með gleraugu og liðað hár. Bryndsí Sæunn Sigríður heitir hún hvorki meira né minna; Bryndís eftir langömmu sinni í föðurætt, Sæunn eftir langa lang ömmu sinni í móðurætt og lang ömmu sinni einnig í móður ætt og Sigríður eftir lang ömmu sinni í föðurætt.
Við vorum búin að splæsa ömmunum á eldri stelpuna og datt eiginlega ekki í hug að við yrðum svo blessuð að fá annað barn. Er ekki lífið gott?

6 Comments:

Blogger Uppglenningur said...

Til hamingju með stelpuna. Lífið er gott.

Einar

11:15 am  
Blogger Hildigunnur said...

tiil hamingju :-)

já lífið er yndislegt.

11:18 am  
Anonymous Anonymous said...

Takk elskurnar mínar
Einar - ertu alkomin eða hálfkomin til landsins?
Ég sjálf

1:22 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég er að minnsta kosti kominn . . .

Einar

3:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju sætu mæðgur. - Var það ekki akkúrat á afmælinu í fyrra sem við vorum í sólbaðinu góða í Víkinni?
siggahg

6:58 pm  
Anonymous Anonymous said...

Jú Sigga sæta - það var þegar hitabylgjan gekk yfir landið - vorum einmitt að rifja það upp mæðgurnar...
Kbþ

12:58 pm  

Post a Comment

<< Home