Wednesday, August 10, 2005

Búið

Fríið búið. Flökkuðum um land allt og nutum lífsins og vorum afskaplega heppin með veður. Stelpurnar búnar að vera með foreldrum sínum í einar 5 vikur og nú er komið að skilnaði. Enda er sú eldri búin að gista hjá vinkonu sinni í 3 nætur og sú stutta flúði til ömmu í gær. Við hjónin tvö í kotinu og fundum ekkert frumlegra að gera en að fara á American Style. En þetta var rosalega gott frí, við vorum t.d. á Snæfellsnesi í himneskri sól og blíðu. Eins og fram hefur komið hjá mér áður byrjuðum við á Austfjörðum, eftir tveggja daga stopp heima var haldið til Akureyrar og vorum þar á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti í 3 nætur, síðan gistum við hjá vinafólki í Hrútafirði í eina nótt, svo voru það Vestfirðir í 3 nætur og enduðum á Snæfellsnesií 2 nætur. Vorum síðan síðustu vikuna í athvarfinu okkar í Grímsnesi. En vitið hvað, það er barast hið besta mál að byrja að vinna aftur, enda mörg spennandi verkefni framundan og ýmislegt sem ég þarf að kynnast hér í vinnunni sem ég hef ekki gert áður. Gulli og stelpurnar eru enn í fríi og það er dálítið erfitt að snúa aftur til íslensks tíma eftir að hafa verið á miðjarðarhafstíma megnið af sumrinu, vaknað seint, etið seint og enn seinna farið að sofa. Nú bíðum við barast spennt eftir að skólarnir byrji aftur og allt komist í ákveðnar skorður....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home