Friday, August 19, 2005

Stóra krullhærða

ljónið mitt er 48 ára í dag. Þessi elska. Ætla með honum í bústaðinn sem er loks komin úr sumarleigunni!!!!! jibbýjibbý. Mikið verður það gott og notalegt og svei mér þá ef við verðum ekki bara fjögur. Ætla að grilla góðan fisk í kvöld, Buffalo Chicken wings á morgun (sem ég hef ekki bragðað í mörg mörg ár en borðaði oft á námsárum mínum í USA) opna freyðivínsflösku í pottinum og fara jafnvel á Hafið bláa í kaffi á morgun. Mikið væri gott að fá sæmilegt veður - það rigndi hressilega síðast þegar við vorum á Hesti. En ég ætla að míga í öll horn og gera húsið aftur að mínu: með mínu drasli, mínu kryddi í hillum og mínum druslugangi - og engin stórhreingerning þegar farið er heim.........

1 Comments:

Blogger Uppglenningur said...

Til hamingju með ljónið.

Einar

3:04 pm  

Post a Comment

<< Home