Sunday, July 17, 2005

Af sumarfríi

Og hvað var svo aðhafst annað en að skoða náttúruna? Við hjónin erum hvorugt þessar rosa útitýpur sem eiga flott útiföt og skó og svo erum við nú helst til löt. Hvað með það, við fórum í eina dálítið bratta fjallgöngu sem var hressandi. Svo var mikið lesið. Ég las nýjustu bók Minett Walters mér til mikillar ánægju. Svo las ég mína fyrstu Danielle Steel bók sem var fyrir í sumarbústaðnum. Ég veit að maður á aldrei að segja aldrei, en ég ætla aldei að lesa aðra bók eftir Steel.
Fyrir ferðina vorum við búin að heimsækja bókasafnið og fá ferðabækur fyrir börn og Þjóðsögur við þjóðveginn og slatta af hljóðdiskum fyrir stelpurnar. Við skoðuðum þessar bækur á kvöldin, gláptum á sjónvarp og stelpurnar voru svo heppnar að það voru stelpur í næstu bústöðum sem þær léku við og veðrið var það gott að hægt var að vera mikið úti. Einnig tókum við með play station fyrir þær - sterkur leikur það! Svo var farið í sund - og mikið eldað af góðum mat. Tveir gin fyrir mat og rauðvínssötur.
Ég og mamma kjöftuðum líka talsvert og það er alltaf gaman. Mömmu og stelpunum okkar kemur mjög vel saman og þær dá ömmu sína. Svo var gott að sofa......fara tímanlega í bólið og sofa út.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég hef aldrei lesið Danielle Steel. Var þetta svona slæmt?

Þóra

4:01 pm  

Post a Comment

<< Home