Wednesday, August 10, 2005

Reiði, ógleði, pirringur, líkamleg þjáning

Er það ekki einkennilegar andskoti að fólk sem maður fyrirlítur skoðanna sinna vegna pirrar mann svona rosalega. Það er ekki sanngjarnt að slík orka sem fer í að láta þetta fólk pirra sig skuli frá manni tekin. Mér finnst eðlilegt að pirrast yfir skoðunum fólks sem maður ber virðingu fyrir - hitt er ekki gott.
Ég var t.d. að fara í gegnum sjónvarpsrásirnar um helgina og lendi á Omega. Ja hérna - nú gátu þeir aldeilis sett upp svip þess sem hefur svo sannarlega rétt fyrir sér og hagar sér samkvæmt kenningunni! Ógðeðslegir kallar sem veltu sér uppúr Gay Pride og þvílíkur viðbjóður þetta væri! Ég verð svo reið! Eins líka þegar ég sé helvítið hann Bush! Þetta tekur frá mér allt of mikla orku og ég verð að reyna að stilla mig.....

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

já, það er sko um að gera að vera ekki að æsa sig yfir svona fíflum. Fegin að hafa ekki séð þetta á Ó Mega!

3:32 pm  
Blogger Uppglenningur said...

Mér veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta þegar ég horfi á Omega (yfirleitt hlæ ég þó). Þó að þetta sé sprenghlægilegt lið þá er því þrátt fyrir allt alvara með þessu rugli sínu og það er sorglegt, getur jafnvel orðið hættulegt.
Velkomin til baka, Kristín.

4:11 pm  

Post a Comment

<< Home