Thursday, August 25, 2005

Helvítis sórinn

er komin aftur og helvíti öflugur. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju hann blossar upp núna - mér líður vel, er ný komin úr 5 vikna fríi og allt í góðu standi. Náði í húðlækninn minn áðan og núna byrja ég í 5 - 6 vikna ljósa þerapíu á húð og kyn. Þetta er það leiðinlegasta sem ég gera í lífinu. Ljósin eru svo sterk að það má aðeins vera 15 sek í fyrsta skipti og svo smá auka tímann. En alltaf tekur jafn langan tíma að fara úr vinnu, ber hátta sig, bera á sig krem, og allt til að standa svo 15 sek í ljósum. Hæst kemst ég í svona tæpar 3 mín með mína ljósu húð - þá fer ég að brenna. Þetta er 3ja sóra kastið síðan 1997 þegar ég, 39 ár gömul varð á örfáum vikum eins og skrímsli. Það var varla á mér auður blettur, ég gat ekki meðhöndlað mat á þess að vera með hanska, þurfti að láta búa um fæturnar á mér vegna sára og svaf með þykkt slím í hárinu, með plastpoka á fótum og hanska á höndum - einkar sexý! Eftir árið var ég orðin bletta laus og næsta kast kom haustið 2002. Það var öllu vægara og tók svona hálft ár að fá mig góða. Nú bið ég og vona að þetta verði þolanlegt. Nú taka kvöldsturtur við, ótal krem, og svo er eins og maður hafi hamskipti. Og ég er tvisvar búin að klóra mér til blóðs. En ég er að reyna að komast í fyrsta ljósa tímann í dag.......

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Aumingja þú, þú átt samúð mína alla, vonandi gengur þetta vel.
Systa

1:37 pm  
Anonymous Anonymous said...

Takk mín kæra - var að koma úr fyrsta tíma og þar er alltaf sama þægilega hjúkkan hún Herborg. Aftur á morgun og á mánudag:(
k.

2:10 pm  

Post a Comment

<< Home