Monday, February 27, 2006

Dama á djammi/shining in the light

Já já - skemmtileg helgi - byrjaði á smá vinnustaðagleði - það var mikið fjör og sannaðist að "lítið er ungs manns gaman". Vel veitt í mat og drykk þar - mikið sungið og Sylvía nótt spiluð aftur og aftur og allir með. Síðan var hringt í eiginmanninn svona milli 21 og 22 - það þurfti sko að skutla dömuni í annað partý. Það var líka rosalega skemmtilegt - í litlu bláu húsi við sjóinn og þar var saman komin hin skemmtilegast/ólíkasti hópur kvenna. Skemmtilegar konur á öllum aldri - femínistar, dómkórspíur, tengdamömmur. Tónlistan var annaðhvort Áfram stelpur eða Silvía Nótt og þakið ætlaði af húsinu - og ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur.
Ekki var ég búin að fá nóg af Sylvíu því síðdegis á laugardegi kíkti ég til vinkonu minnar og kórsystur - tónmenntakennarans fallega - hún átti lagið að sjálfsögðu á blaði og við píanóundirspil hennar sungum við Til hamingju Ísland af rosalegum krafti. Það þarf varla að taka fram að dætur okkar 4 á aldrinum 9 - 12 horfðu á okkur stórum augum og hristu hausinn yfir þessum klikkuðu mömmum........

0 Comments:

Post a Comment

<< Home