Thursday, September 28, 2006

Á útleið

Fer til Köben klukkan 15:30. Á morgun fer ég til Hilleröð og námskeiðast með dönskum leikskólakennurum og læri allt um hvernig leikskóla börnum er kennt á umferð í Danaveldi.
Þetta verður ósköp stutt stopp en ég vona að ég fái fullt af góðum hugmyndum og efni með heim. Svo langar mig að hitta þennann frænda www.kontri.blogspot.com seinnipartinn á föstudag þegar ég kem aftur til Köben. Ég flýg síðan heim á laugardag og fer vonandi beint í sveitina mína. Annars er Gulli að senda út úrslitin í bikarleik karla í knattspyrnu og ef verður framlengt þá er svo sem aldrei að vita hvenær hann er búinn. Ja nema að ákveðið verði að klipp á framlenginguna og vítaspyrnukeppnina eins og gert var í kvennaleiknum - algjör skandall.....

1 Comments:

Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jamm. Þekkja ekki hlaðfreyjur og fleiri þig orðið á Kastrup? Góða ferð.

6:13 pm  

Post a Comment

<< Home