Bolir
Ég hef alltaf haft gaman af bolaskilgreiningu Björgvins Halldórs - öll erum við bolir.
Ég var t.d. hrikalegur bolur þegar ég fór niður í morgunmat á hótelinu s.l. laugardag í eiturgræna kvennahlaupsbolnum mínum. Eiga ekki 22000 aðrar íslenskar konur slíkan bol?
En mesti bolur sem ég hef séð er kona sem var með okkur stallsystrum á namskeiðinu á Fjóni fyrir þrem vikum. Hún var fyrsta daginn í Dolce&Gabana buxum og bol, annan daginn í D&G bol - báðum hreint forljótum. Við vorum eitthvað að flissa yfir þessu brussurnar og í teitinu sem var seinna kvöldið kom enn einn bolurinn. Þegar hún síðan birtist í þeim fjórða á lokadegi þá máttum við Margrét ekki horfast í augu - þetta var brjálæðislega fyndið.
Er svona flott að vera í bol sem segir "ég get keypt mér dýr föt. ég þarf ekki að hafa smekk og skoðun því að allir sjá að ég vel aðeins dýrar vörur"
Og þetta að vera eins og gangandi auglýsing - það er svo barnalegt. Þetta minnir mig á unglinginn minn sem veit ekkert smartara en að vera í merkjavöru.
Ég var t.d. hrikalegur bolur þegar ég fór niður í morgunmat á hótelinu s.l. laugardag í eiturgræna kvennahlaupsbolnum mínum. Eiga ekki 22000 aðrar íslenskar konur slíkan bol?
En mesti bolur sem ég hef séð er kona sem var með okkur stallsystrum á namskeiðinu á Fjóni fyrir þrem vikum. Hún var fyrsta daginn í Dolce&Gabana buxum og bol, annan daginn í D&G bol - báðum hreint forljótum. Við vorum eitthvað að flissa yfir þessu brussurnar og í teitinu sem var seinna kvöldið kom enn einn bolurinn. Þegar hún síðan birtist í þeim fjórða á lokadegi þá máttum við Margrét ekki horfast í augu - þetta var brjálæðislega fyndið.
Er svona flott að vera í bol sem segir "ég get keypt mér dýr föt. ég þarf ekki að hafa smekk og skoðun því að allir sjá að ég vel aðeins dýrar vörur"
Og þetta að vera eins og gangandi auglýsing - það er svo barnalegt. Þetta minnir mig á unglinginn minn sem veit ekkert smartara en að vera í merkjavöru.
1 Comments:
Frábært! Ég monta mig alltaf af því að vera í einhverju svolítið obskjúr (ekkert merki) sem kostaði hrikalega lítið en er agalega flott Á MÉR. Lenti í svoleiðis kaupum á fimmtudaginn, þegar eina kápan á Laugavegi sem smellpassaði á mig og var langflottust kostaði laaaaangminnst. Svona á að lifa!
Post a Comment
<< Home