Monday, October 02, 2006

Home sweet home

Danmerkur ferðin var fín - ansi mikill sprettur - en námskeiðið var mjög fínt og þetta er eins og vítamínsprauta. Hóteli við Austurstræti var flott - hafði pantað mér eins manns herbergi en fékk þriggjamanna herbergi upp í risi. Tókst að hitta kontrabassaleikarann frænda minn og við fengum okkur öl á tveim krám á föstudagskvöldið. Fór ekki einu sinni á Strikið í þessari ferð en gerð magninnkaup á nærfötum á dæturnar í H&M í Hilleröð.
Ekki sá ég neina fræga í Köben eins og www.thordis.blogspot.com sá í Svíþjóð en ég rakst á einn gaman kennara úr gaggó. Hann er nú pokaprestur í uppsveitum Borgarfjarðar. Ég veit ekki hvort hann er eins illgjarn og andsyggilegur og hann var fyrir rúmlega 30 árum en hann er allavega alveg eins spjátrúnslegur í klæðaburði.

1 Comments:

Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Þú virðist samt hafa rekist á pokaprestinn góða. Það er nú ekkert lítið að hafa rekist á Íslending í erlendri stórborg! hehe

2:33 pm  

Post a Comment

<< Home