Thursday, November 30, 2006

Bækur og diskar

Ég keypti mér nýlega diskinn með Jóhanni Helgasyni - hann er alveg frábær. Nú langar mig í diskinn með Helga Rafni. Mér skilst að það séu aðallega skríkjandi menntaskóla stúlkur á tónleikum hjá honum - en það sem ég hef heyrt er rosalega gott.
Ég var að klára Villtu vinna miljarð - óskiljanleg þýðing því hún heitir á ensku Q and A. En góð bók sem ég mæli með. Svo hafði ég mig loks í að lesa Sögu Thelmu. Skelfilega getur heimurinn verið vondur.
1. febrúar er svo dagurinn þegar hægt er að panta bækur á bókasafninu. Ég elska Sólheimasafnið. Þarna hittir maður hverfunga sína - dálítið eins og hverfiskrá og starfsfólkið er alveg afbragð. Börnin fara þarna inn til að hlýja sér og kíkja í blöð og það ofsalega krúttlegt þegar verið er að lýsa deginum og svo kemur "svo fórum við á bókasafnið...."

Morgunstund

Stelpurnar farnar í Hafnafjörð að kvikmyndast. Klukkan er ekki hálf átta. Dimmt úti. Ég get farið og kúrt í klukkutíma í viðót hjá stóra mínum. Sjáumst síðar......

Wednesday, November 29, 2006

Ef ég ætti milljón

Ég væri alveg til að fara til heitari landa um jólin. Kanarý var fínt í fyrra og ég gæti alveg hugsað mér að vera þar hver jól. Málið er bara að fjögurra manna fjölskylda þar sem báðar fyrirvinnur eru ríkisstarfsmenn hefur ekki ráð á að fara í slíka ferð nema endrum og sinnum.
Ef þið eruð með aur á lausu þá tek ég við........

Sjónvarpskvöldið mikla

Jæja þá er það sjónvarpsgláp í kvöld. Fyrst Bráðavaktin - hef aðeins misst úr einn þátt öll þau ár sem myndaflokkurinn hefur verið sýndur. Síðan er það ANTM - 7. serían að byrja og ég ætla sko ekki að missa af þessari seríu frekar en hinum. Svo eru það fréttir klukkan 22:00 og svo The L-word. Að sjálfsögðu tek ég upp breska grínið sem er klukkan 21:00. Er þetta normal?.
Ég bara nenni engu öðru - mig langar t.d. niðrí Ráðhús og hlusta á Bogomil Font og Stórsveitina en 100 villtir hestar næðu ekki að draga mig út.
Ég ætla að elda kjúkling eftir uppskrift Jóhönnu Vigdísar og hafa það kósí.
Hún yngri dóttir mín hefur ekki alveg verið verklaus í dag; skóli til klukkan 14:00, saxafónn klukkan 15:00, handbolti klukkan 16:00 og og svo er hún núna í karate til klukkan 19:00.

Tuesday, November 28, 2006

Dimmt og notalegt

Við druslumst hérna mæðgurnar - þær stússast í herbergjum og ég hlusta á kvöldfréttir- þær fyrstu í kvöld. Bryndís mín hefur verið með hor í nös og slöpp og var heima í gær og dag. Ég var heima hjá henni í gær og vann til 13:00 í dag og var svo bara heima hjá minni. Nú er trommað við hliðina á mér - 10. bekkingurinn Siggi nágranni að æfa sig. Ég ætla að elda pasta og eitraða sósu úr niðursöoðnum tómötum með. All rólegt í Vogahverfi - og lífið er ósköpin öll gott. Þessi vika verður rólegri en sú fyrri - ég þarf að koma út jólagetrauninni til nemenda í 1. - 5. bekk í vikunni og vinna að einu og öðru. Hef ég virkilega ekkert merkilegt og spennandi að segja? Eiginlega ekki og kveð ykkur að sinni......

Friday, November 24, 2006

Föstudagur

Jibbý - búið að vera rosalega mikið að gera en æðislega gama! Ari litla ljósið mitt gisti í þrjár nætur og það var gaman að leika ömmu on the side. Svo var ég með erindi á Umferðarþingi í gær og það gekk ljómandi vel.
Á eftir ætla ég að gera það sem gerir mig klikkaða - far á a.m.k. fimm staði í föstudagsumferðinni - í staðin sé ég fram á náðugan laugardag.
Annað kvöld er svo árlegur kvöldverður íþróttadeildar RÚV og matseðillinn er vægast sagt girnilegur. Það verður tryllt fjör hjá framsóknarmanninum.
Á sunnudag bíður mín skemmtileg vinna frá 10:00 um morguninn og fram eftir degi - en það er leyndó........
Svo kemur mánudagur með helling af skemmtilegum verkefnum
Af hverju er ég svona ógeð jákvæð!

Lífið er yndislegt -

Dýr pappír - en merkilegur?

Mikið vildi ég að ég gæti selt pappír og grætt 56 miljarða á því

Monday, November 20, 2006

Dauður kall

Það sem mér datt í hug þegar ég heyrði að Milton Friedman væri dáinn var frábær frammistaða Elínar Þóru Friðfinnsdóttur þegar hún lék þennan sköllótta litla kall eitt sinn í áramótaskaupi. Það var rosalega fyndið - ég held að Guðný Halldórs og Kristín Páls hafi stjórnað því skaupi.

Sunday, November 19, 2006

Notalega......

Ég er notalega þunn eftir að hafa drukkið vel af víni í matarboði hjá Baldri lávarði í gær. Það tók talsverðan tima að fá leigubil í nótt og mikið var gott að koma heim. Við Anna Kristín ætlum að fara til mömmu seinni partinn og borða slátur. Bryndís fer í afmæli. Verst að Gulli minn þarf að fara að vinna. Ég ætla að hlaða batteríin í dag enda mjög annasöm vika framundan. Ég hlakka til enda flest verkefnin skemmtileg. En það er líka ein jarðarför í vikunni. Jarðarförin hans Kjartans sem lést í vikunni langt um aldur fram.
Svo er Umferðarþing á fimmtudag og föstudag og við stöllurnar ég og Ásta Egils úr Grundaskóla erum með erindi á fimmtudeginum. Ari minn Dignus verður hér í þrjár nætur og ég fæ að sækja og fara með á leikskólann og baða og gefa að borða og syngja með og skifta á bleyju og knúsa og kyssa og purra á maga og allt. Mikið hakka ég til. Gunnhildur Óskarsdóttir vinkona mín ver doktorritgerðina sína á þriðjudag og ég hlakka til að gleðjast með henni. Svo eru fundur í skóla stelpnanna og fundur í vegna fermingar og og og og.....

Friday, November 17, 2006

Og orðið góða.....

Um daginn spurði yngir stelpan hvað væri söfnuður í kirkju. Við svörðum eitthvað á þá leið að það væri fólkið tilheyrði hverri og einni kirkju. Það færðist roði yfir andlit barnsins og hún varð dálitið aulaleg á svipinn. Aðspurð sagði hún að hún hefði haldið að söfnuður í kirkju væri eitthvað tæki eða áhald sem safnaði. Ég er búin að vera að hugsa hvað hafi farið í gegnum höfuðið á barninu í kristnifræðitímum s.l. tvö ár: söfnuðurinn kom saman, söfnuðurinn stendur upp, söfnuðurinn tekur undir í söngnum, ekki náðist samkomulag í söfnuðinum etc.
Þegar ég var lítil og mamma var eitt sinn að lesa fyrir mig um Heiðu og afa þá kom fyrir setning á þá leið að Heiða mundi eftir einhverju. Ég spurði hvort hún hefði fengið minnið aftur - hún hefði nú verið munaðarlaus.
Svo var það drengurinn sem spurði hvar kyrrþey væri..........

Thursday, November 16, 2006

Panik fundur!

Gulli var að segja mér að það sé búið að boða til panik funda hjá tæknideild RÚV.
Hingað til hefur verið hægt að kenna "tæknilegum mistökum" um ef eitthvað fer úrskeiðis í útsendingu sjónvarps. Nú hefur það fengið allt aðra og nýja merkingu.......

Nýtt útlit

Nýja útlitið á blogginu mínu eru ekki tæknileg mistök heldur með vilja gert eins og hjá Árna. Nú spyr ég: er það ekki flott - og með linkum og öllu? Mér fer fram......

Viðbjóðslegur kuldi

Nú er ég að fara heim - fyrst þarf ég að fara út í þennan djöfullega kulda. Á eftir kemur svo Ari minn og ætlar að vera hjá okkur í smá stund. Við fáum svo kútinn í næstu viku og hann ætlar að gista hjá okkur í hvorki meira né minna en þrjár nætur. Ó hvað ég verð orðin mikil unga mamma og leikskólavön þegar því lýkur.

Mjá mjá

Ekkert mjá mjá heyrðist þegar ég staulaðist niður fyrir klukkan 06:00 í morgun. Og ekkert mjá mjá þegar ég skrúfaði frá sturtunni - hún kemur yfirleitt obbbboðslega letileg fram úr herbergi annahvorrar stelpnanna þegar hún heyrir vatnið renna. Ég var aðeins með hnút - en svo kom hún fram þegar ég var búin að sturta og blása. Mikið var ég fegin.......

Ég er ótrúlega vinsæl og verð rosalega fræg

Í gær vorum við mægður í tökum á atriði úr Duggholufólkinu sem Ari Kristinsson er að leikstýra. Lékum á móti eðal leikkonunni Brynhildi Guðjónsdóttur. Þetta var alveg gasalega gaman.
Á morgun verð ég síðan hjá Felix og Guðrúnu á milli sex og sjö og tala þar fjálglega um James Bond ásamt fleiri "sérfræðingum". Ég hef miklar skoðanir á Bond og grunar að ég sé eina manneskjan hér á landi sem hefur tekið háskólakúrs upp á þrjá punkta um njósnara hennar hátignar.......

Friday, November 10, 2006

Vetrarfríið

Jæja - komin til byggða - fyrir nokkrum dögum - Sigló var æði.
Siglufjörður - hvað ætlið þið að gera þar um miðjan vetur? Sumir voru hissa á að við færum þangað í vetrarfrí.
En mér líður óskaplega vel þarna. Þetta er bærinn þar sem pabbi minn og hans systkin ólust upp í og þarna var ég mörg mörg sumur hjá föðursystur minni. Þá var alltaf sól.
Úr húsinu sem við höfðum að láni sáum við gaflinn á Norðurgötu 9. Það er húsið sem afi minn og amma reistu og bættu við herbergjum þegar börnunum fjölgaði. Þarna var afi líka með bókabúðina sína fyrstu árin.
Föðursystir mín seldi húsið að ég held 1991 og því hefur verið vel við haldið alla vega lítur það vel út að utan. Mér skilst að núverandi eigandi sé Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður.
Það hafa margir keypt gömlu húsin í bænum og gert þau upp. Heimamenn eru ánægðir með það.
Ég ætla aftur í vetur.

Friday, November 03, 2006

Date böll

Þau tíðkast í sumum skólum - þá bjóða strákar stelpum og stelpur strákum. Síðan fara þau saman á ballið. Þetta er sikk - við erum að taka upp óþolandi siði sem hafa gert mörgum lífið leitt í henni Amríku t.d. Ég talaði við menntaskóla kennara í gær og þetta mál kom upp. Hún sagði að skiptinemar sem kæmu hingað frá Bandaríkjunum væru alsælir með að vera laus undan þessari date pressu.
Í skóla sem ég þekki til þá voru þeir sem ekki voru komnir með date fyrir ballið settir í tvo potta og svo var dregið saman.
Ef þetta er ekki að kynda undir félagslegt einelti þá veit ég ekki hvað.
Það er ekki nóg að þetta sé erfitt fyrir þá sem ekki eru sterkir á svellinu félagslega heldur er þetta gríðarlega pressa á alla.
Og eins og ein ágæt kona sagði við mig í gær - er eðlilegt að stelpa í áttunda bekk fari með strák í tíunda bekk. Það munar gríðarlega í aldrei þó árin séu bara tvö.
Nú er árið 2006 - er þetta normal......ég spyr

Potturinn

Æi ég gæti svo hugsað mér að vinna rauðvínspottinn í dag - ég hef einusinni unnið 1. verðlaun og það voru einhverjar fjórtán flöskur - dálið næs..

Wednesday, November 01, 2006

Vetrarfrí!

Já nú er komið að því - vetrarfrí er brostið á í grunnskólum Reykjavíkur. Við fjölskyldan ætlum að leggja land undir fót (dekk) og halda á Sigló. Einn saungfjelagi minn í Dómkórnum ætlar að lána okkur húsið sitt og fá í staðin að fara í okkar athvarf í Grímsnesinu við tækifæri.
Á Sigló ætla ég að heimsækja bróður minn oft og mikið, ganga um svæðið, elda góðan mat og bjóða Ástu hans Birgis til okkar o.fl.
Við erum líka að hugsa um að skreppa á Akureyri og bjóða Gunnari bróður með - skoða þar jólahúsið og kaupa okkur Brynju ís. Vona að færðin verði þokkaleg. Förum á morgun og komum á mánudag. Unglingurinn í kjallaranum og kötturinn Soffía passa húsið.......