Friday, May 28, 2004

Úthverfi

Ég átti leið í Grafarholtið í gær og kom þar í fyrsta skipti. Þetta lítur út fyrir að
vera hið huggulegasta hverfi, allskonar hús fyrir allskonar fólk, ekkert of þröngt og
útsýni vafalítið tilkomumikið úr sumum húsanna. En ég fæ einhverskonar innilokunar
tilfinningu þegar ég er komin þetta langt út úr bænum! Þegar ég gekk með eldri dóttur
mína fórum við hjónin að hugsa okkur til hreyfings af Öldugötunni, við þurftum að stækka
við okkur og eftir talsverða leit fundum við fallega íbúð við Fálkagötu. Og í þessum
íbúðar hugleiðingum fann ég fyrst fyrir þessari ónotatilfinningu við tilhugusun um
úthverfi - það var hreint og beint ógnvekjandi að hugsa sér að vera með ungabarn í vagni á gangi í einmannalegu úthveri. Í ljós kom að Fálkagatan var frábær - stutt bæinn og Laugaveginn og kaffihúsin. Og þegar börnin voru orðin tvö þá fylgdi því einhver
frelsistilfinning að svo stutt væri í fjölbreytt mannlíf.
Nú búum við í Voghverfinu - en það er nú bara í þeirri veiku von að dætur okkar verði
annðhvort mikilsvirtir rithöfundar eða kvikmyndagerðarmenn!!!

Thursday, May 27, 2004

......vornóttin

Ég átti eitthvað erfitt með svefn í nótt - sjálfsagt spennufall eftir gærdaginn. Ég gekk fram í stofu
og horfði á trén í garðinum, blankalogn, algjör friður, fuglasöngur, allt svo grænt - og einhvernveginn fannst
mér að fyrir utan ætti að vera kvartett að syngja "Enn syngur vornóttin"......

Wednesday, May 26, 2004

Sunddagur

Ég er að hugsa um að bregða mér í sund seinni partinn - það viðrar nú aldeilis til þess. Reyndar er tilhugsunin
um alla rassana í búningsklefunum ekki sérlega aðlandi - þannig er það alltaf á góðviðrisdögum, hver rassinn oní
öðrum. En sólin er dásamleg - og hún hefur vinninginn....

Tuesday, May 25, 2004

Ég hef verið að reyna að horfa á Lord of the rings - The two towers. Mikið rosalega finnst mér það leiðinleg
mynd. Þetta er voða flott (eða þannig) en kannski full mikið af kranaskotum fyrir minn smekk. Ef ekki væri fyrir
Viggo flotta þá hefði ég slökkt strax eftir fyrstu 15 mín. Ég sá þá fyrstu í bíó, en held ég láti þá þriðju fram
hjá mér fara. Aftur á móti horfði ég á Chinatown enn og aftur mér til yndisauka.....

Monday, May 24, 2004

Gamli maðurinn með skiltið

Hann var komin á hornið á Langhotlsvegi og Holtavegi 07:45 - hann virðist hress eftir að hafa verið oft fjarverandií vetur. Í dag var hann með skilti sem ég hef bara séð nokkrum sinnum áður. Það stendur of mikið á því til að hægt sé að lesa með góðu móti þegar framhjá er ekið. Í síðustu viku var hann oftast með kross þar sem á hékk Jesus (krosslafur) og sýndis mér hann annaðhvort vera prjónaður eða saumaður úr flís efni.
Þvílík elja!

Friday, May 21, 2004

Byrjunarerfiðleikar

Mér tekst ekki að koma kommenta kerfinu í gang - vonandi leysist það um helgina...og þá langar mig í viðbrögð -
annars verður höfnunartilfinningin gríðarleg.

Afmælisbömmer

Við foreldrarnir keyrðum dætur okkar í afmæli í gær - mættum galvösk til 10 ára frænda klukkan 16:00 - en vorum
því miður sólarhring of sein - afmælið var á miðvikudeginum. Dáldið pínlegt, en þær fengu köku og gos, en misstu
af keiluferð - afmælisbarnið fékk þennan líka flugdreka. Eftir á að hyggja þá er ég hissa á að þetta hafi ekki komi fyrir áður. Þau rosalega mörg afmælinsem þeim er boðið í: bekkur, vinir og frændsystkin.

Thursday, May 20, 2004

Þá byrja ég!

Ég er farin af stað! Eftir að hafa verið aftaníossi í nokkra
mánuði er ég farin af stað og ætla að reyna mig við þá
skemmtilegu iðju að blogga. Nú ætla ég að hætta og reyna að komast
aftur inn og blogga meir.