Monday, November 21, 2005

Svona er ég víst

Friday, November 18, 2005

Í dag

er akkúrat ár síðan við fórum til Sikileyjar í hita og sól. Nú er aftur á móti rétt rúmur mánuður þar til við förum til Kanarýeyja og ég er að verða eins og dætur mínar teljandi niður. Best er þó við þetta allt saman að ég hugsa ekki um jólin og það allt brjálæði. Ætla að setja upp seríur í gluggana, nóg af kertum, og dunda mér við rauðvínsdrykkju í desember!
En líklegast verða vinir okkar frá Minnesota Bill og Marcy í húsinu um jólin og það þýðir að ég verð að taka til í hnífaparaskúffunni og hinum draslskúffunum fyrir neðan. Ég hlýt að meika það

Thursday, November 17, 2005

Það má lesa

í mogganum að Kristinn Björnsson segir að moggin sé komin á breytingaskeiðið - dáldið aldraður til þess - vona að blaðið verði ekki alltof sveitt.......

Ég vil

nota tækifærið og óska samkynhneiðum til hamingju með bætta réttarstöðu varðandi ættleiðingar og glasafrjóvganir. Er það ekki einkennilegt að óska fólki til hamingju með sjálfsögð mannréttindi?

Tuesday, November 08, 2005

jólin mín

Friday, November 04, 2005

Ég

og Mikki mús erum eitt. Þið vitið "þessi glaðlega mús sem glatt hefur börn og fullorðna síðan hún var fyrst teiknuð af Walt Disney og á eftir að gleðja komandi kynslóðir"
Mikki er alltaf hjá mér. Hann er samofin mér. Oftast er hann til friðs, stundum pirrar hann mig, og stundum er hann bara fyndin. Það er ekkert langt síðan leiðir okkar fóru að liggja saman - bara nokkrir mánuðir síðan. Ég strýk honum, nudda hann og stundum klóra ég honum. Það finnst honum fyrst gott en síðan vont. Ég veit það þýðir lítið fyrir mig að pirra mig út í Mikka - hann fer þegar honum hentar. Hann er dálítið áberand á mér - en dylst þó mörgum. Dætrum mínum finnst hann fyndin - maðurinn minn vorkennir mér að hafa hann á persónu minni. Hann á það til að skipta litum. Ég reyni að hafa hann svona ljósan en þegar ég vanræki hann þá verður hann ógurlega reiður og getur þessvegna orðið illilega rauður.
Ég skoða hann daglega, og reyni að mýkja hann og það gengur oftast nokkuð vel. Hann fer með mér í sturtu - nokkuð sem kötturinn vill ekki gera.
En hver er hann þessi dularfulli Mikki mús sem fylgir mér stöðugt?
Jú hann er ekkert nema þrír ómerkilegir sóríasisblettir sem eru á vinstri fótlegg mínum. Þetta er einn stór blettur og samvaxnir honum eru tveir minni sem eru alveg eins í laginu og eyrun á músinni. Og hlutföllin eru þau sömu.
Svona er það nú......