Monday, July 31, 2006

Enn af kisu

Soffía vill einungis drekka vatn úr baðkarinu. Ég skil það svosem þar sem það er ferskt, en það er líka hlandvolgt og hitaveitu blandað. Hún vildi meira að segja drekka eftir morgun sturtuna hjá mér og þá var vatnið meira en 37 gráðu heitt.

Helgin að baki

Enn ein leti helgin að baki. Eitt dásamlegt matarboð hjá sómahjónunum Þórunni og Marteini. Hittum þrjú af 4 börunum þeirra - þessa stúlku hér www.tonskald.blogspot.com, Martein yngri og svo Kolabolabein (sorrý Kolbeinn). Frábær matur eins og búist var við og skemmtilegur félagsskapur. Þegar við pávuðumst út í leigubíl rétt um miðnættið var hiti og logn og dásamlegt veður. Hafði ekki energý til að fara á tónleika Sigur-rósar, en horfði svon með öðru auganum í sjónvarpinu. Ég fer bráðum í frí aftur og get ekki beðið.....Mér finnst að það eigi að banna manni að vinna á sumrin.

Friday, July 28, 2006

Dásamleg ferð

Við lögðum af stað þrjár konurnar í ferð á miðvikudagsmorgun, ég, mamma og Wincie frænka. Leið okkar lá á Snæfellsnes. Í Borgarfirðinum söng pabbi síðasta lag fyrir fréttir "Enn ertu fögur sem forðum". Wincie táraðist og ég og mamma héldumst í hendur. Borðum nesti úti í móa á Mýrunum. Stoppuðum á Búðum og Arnarstapa. Tjékkuðum inn á Hótel Hellnar þegar klukkan var að verða fjögur og gengum síðan niður litla kaffihúsið við bryggjuna og fengum okkur kaffi og vöflu. Borðuðum kvöldmat á hótelinu - ótrúlegan góðan steinbít og plokkfisk. Dáldið vín, bjór, trúnó,fliss og útundir vegg með þeirri elstu að reykja. Hótelið á Hellnum er einhvern veginn svo akkúrat eins og sveitahótel eiga að vera. Ekki ferkanntað. Í gær fórum við síðan fyrir nesið og sáum alla dýrðina á þessum ótrúlega stað. Jökull, gulur sandir, kría, fossar, Kirkjufellið, græn fjöll, hraun, mosi og allt eitthvað svo dásamlegt. Kaffi og kökur í Narfeyjarstofu í Stykkishólmi.
Þetta var fín ferð hjá okkur stöllum. Og um ástæðu ferðarinnar getið þið lesið í blogginu um hana mömmu mína.

Mamma mín

Hún mamma mín - KristínPálsdóttir - varð áttatíu ára miðvikudaginn 26. júlí. Hún er fædd í Hnífsdal dóttir Jensínu Sæunnar Jensdóttur og Páls Þórarinssonar. Systkinin hennar voru 4 en þær voru þrjár systurnar sem komust til fullorðinsára. Það voru þær Guðrún (Agga) og Erla sem báðar eru látnar. Mamma vildi ekki daga uppi í Hnífsdal og fara að vinna í frystihúsinu, giftast og eignast börn. Ekki voru til peningar til að mennta stúlkuna svo hún silgdi til Reykjavíkur á togara, vann í mjólkurbúð og bjó hjá föðursystur sinni. Hún fór í kvöldskóla og lærði ensku og hraðritun og fékk síðan ágæta vinnu hjá hjá innflutningsfyrirtæki. Þar vann einnig Guðmunda Andrésdóttir listmálari. Guðmunda átti systur sem bjó í Englandi og var að leita að góðri au-pair stúlku. Mamma sá þarna gullið tækifæri og réði sig í vistina. Þar stundaði hún nám af kappi og þegar heim kom fékk hún ágæta vinnu í viðskiptaráðuneytinu og var síðan flutt í utanríkisráðuneytið. Þaðan var hún svo send til London til að vinna í sendiráðinu þar. Hún kynntist pabba í London þar sem hann stafaði sem söngvari. Þau giftu sig 1954 og eignuðust þrjú börn. Þegar börnin voru komin á legg fór mamma aftur að vinna, fyrst í Kron búð í Kópavoginum, síðan sem læknaritari í Blóðbankankanum og lauk starfsævinni sinni í viðskiptaráðuneytinu þar sem hún var m.a. ritari nokkura ráðherra. Mamma mín er skemmtileg kona, ágætlega hraust, stundar sund og sundleikfimi, fer í leikhús við öll tækifæri, fer mikið í bíó, ferðast þegar hún hefur tækifæri til, finnst Megast semja mörg falleg lög og neitar að taka þátt í starfi eldri borgara í Kópavogi því henni finnst hún ekkert eiga sameiginlegt með fólkinu annað en aldurinn. Dáldið til í því.....

Tuesday, July 25, 2006

Cat on a hot tin roof

Nú er Soffía búin að uppgötva þakgluggana á heimilinu og spígsporar um þökin í allri lengjunni. Það væri svo sem allt í lagi nema að í tveim næstu húsum eru líka þakgluggar. Hún gerði sig heimakomna í næsta húsi í fyrrakvöld og kom svo heim eftir þakinu aftur. Það sem verra er að um helgina þá fór hún inn í þarnæsta húsi og hundur heimilisins - pínulítill silki terrier - var ekki par ánægður og lét öllum illum látum um miðja nótt. En mikið skil ég blessaða kisunu - að hafa þetta fína útsýni af volgu þakinu.

Monday, July 24, 2006

Dapurlegt

Það síðasta sem ég heyrði í fréttum klukkan 24:00 í gær var að fullorðni maðurinn sem keyrt var á við Hólmavík væri látinn. Það fyrsta sem ég heyrði þegar ég hlustaði á fréttir í morgun klukkan 06:00 var að ungir maður hefði látist í bifhjólaslysi í gær. 11 látnir á árinu - hvað er til ráða......

Friday, July 21, 2006

Draumurinn

Draumurinn um verkamanninn rættist í gær. Þegar ég kom heim var minn stóri og ljúfi maður að reka niður staura og fúaverja timbur - dáldið sveittur og sleipur....úlala....Um klukkan sjö þá kom ég út eins og frelsandi engill með hvítvínsflösku og tvö glös og sátum við í sumarsælunni í garðinum í nýju húsgögnunum og nutum stundarinnar og samvista hvort við annað.....Nú er hann á leið austur fyrir fjall til veiða - kannski lax á morgun?

Thursday, July 20, 2006

Þetta er aumingjablogg

Jæja - ég hef verið með verk í kinnbeininu og upp og niður um andlit í nokkurn tíma. Og stundum hefur það verið hræðilega sárt. Fór til læknis og fékk penisillín því ég hef haft tendensa til að fá í kinnbeinin. Eftir viku á meðulum þá fékk ég tvö óbærilega vond sársaukaköst í andlitið. Eftir að hafa setið hér kvalin í vinnu í fyrrdag fékk ég tíma hjá tannsa sem tók myndir - ekkert sem bendir til að þetta sé út frá tönnum. Þá hringdi ég á heilsugæslustöðina og var drifin í röntgen af kinnbeininu - ekkert fannst. Læknirinn var á því að senda mig í sneiðmyndatöku en við ákváðum að ég tæki íbúfen í stórum straumum - 3x600 mg á dag í viku og biðum með sneiðmyndina. Var heima í gær með nettan verk - ekkert hræðilegt en nóg til þess að ég treysti mér ekki í vinnu. Enda búin líkamlega og andlega eftir kvalirnar. Ekki bætti það úr skák að ég sat á klóinu í nótt og krossaði mig oft fyrir hversu stutt er á milli herbergis og klósetts. Ég ætla ekki að fara út í hvort þetta var steinsmuga eða pula....En ég er algjörlega vansvefta og líður ekki vel.......

Tuesday, July 18, 2006

Ég er bjartsýn!!!!!!!!!!!

Fórum í gær og græddum helling í Rúmfatalagernum - eða RL unlimited. Þar er útsala og keyptum við stórt borð, sex stóla og sjö stólasessur á 7200. Nú er bara að bíða eftir sólinni. Ég sá fyrir mér að þegar ég kæmi heim úr vinnu í dag þá biði mín ískalt hvítvín og hálf nakinn sveittur karlmaður í garðinum. Minn ætlar nefnilega að byrja á skjólvegg í dag......

Orðalag

Ég hef aðeins heyrt eina frétta stofu hérlendis segja sannleikann undanfarna daga varðand Ísraelsmenn. Fréttastofa útvarps segir að svo og svo margir hafi verið drepnir í Líbanon á meðan aðrar fréttastofur segja að svo og svo margir séu látnir. Dálítill munur þarna á....

Monday, July 17, 2006

Leiðinleg mynd

Ég reyndi aftur að horfa á Moulin Rouge í gærkvöldi en gafst enn og aftur upp. Þetta er rosalega flott allt og mikið og fínt hljóð í heimabíóinu en einhvernveginn þá bara nenni ég ekki að horfa á þessi ósköp öll. Er ég skrýtin?

Helgin

Já - helgin var bara þrusu góð - losnaði ekki úr vinnu fyrr en að verða 18:00 á föstudaginn og það er dálítið seint. Laugardagurinn var algjör letidagur og sat fjölskyldan yfir dagblaðalestri með viðeigandi geispum og stunum. Drusluðumst þó úr sloppunum og í föt því leiðin lá til Keflavíkur ásamt fleirum þar sem okkar beið dýrindis matarboð.......Átta fullorðnir og þrjú börn og stóð stuðið til 02:00. Mikið hlegið og látið illa Maturinn var æði - byrjaði með skelfisk úr ofni með osti yfir, síðan komu tómatar með mozarella og fullt af basil - eitthvað algjörlega sem ég fíla og aðalrétturinn var af grillinu - ekki eitthvað hefðbundið heldur grilluð hrefna og var hún rosalega góð. Hún var mismunandi done - ég hélt mig þó við vel grillað. Eftirmaturinn berjabomba með after eight inn í ofni. Nammi nammi nammi - og vel veitt í hvítu og rauðu. Svona eiga laugardagskvöld að vera.
Ég var öllu duglegri í gær en á laugardaginn. Tókst að tuskast eitthvað til heima hjá mér - það er nú það allra allra allra leiðinglegast sem ég geri en ég sá þó að eitthvað hafði verið gert. Öll fjölskyldan að sjálfsögðu með í átakinu. Þvegið, straujað og skipt á rúmum......Nú er næsta mál á dagskrá að taka þvottahúsið í gegn - það skal verða almennilegt í lok vikunnar

Friday, July 14, 2006

Fundurinn

Ég gleymdi að fara á fundinn niðrá Austurvelli í gær - andskotinn, djöfullinn, helvítis.....

Stormur

Byrjaði að lesa Storm eftir Einar Kárason í gærkvöldi og ætlaði ekki að geta lagt hana frá mér - hún er rosalega skemmtileg

....og sætta mig við það sem ég get ekki breytt

Er það ekki einhvernvegin svona sem æðrluleysisbænin endar? Ég hef verið svo dugleg að sætta mig við þetta veður - verið jákvæð og hugsað sem svo að ég geti engu breytt og að góða veðrið kæmi örugglega síðar í sumar. En í morgun var þolinmæði mín á þrotum. Þegar ég átti að fara á fætur þá dundi rigningin á gluggum og þaki fyrir ofna mig og mig langaði mest að halda áfram að kúra og fara aldrei á fætur aftur. En það var engin miskun - vinnan kallaði. Og ekki bætti úr skák að allir sofa heima - meira að segja kisa svaf og rumskaði ekki við bröltið í mér - þá var nú fokið í flest skjól. Og þegar ég kom út í bíl þá hafði uppblásið dót úr nærliggjandi garði fokið út í innkeyrsluna. Og vitiði hvaða dót þetta var? Uppblásinn bátur.......táknrænt

Wednesday, July 12, 2006

Ég er greinilega stór hættuleg...........

You Are 34% Evil
A bit of evil lurks in your heart, but you hide it well.In some ways, you are the most dangerous kind of evil.
How Evil Are You?

Afmælisdagur

Í dag á Soffía afmæli. Hún er eins árs. Við fengum hana fyrir 10 mánuðum og hún var einhvernveginn algjörlega rétta kisan fyrir okkur. Við fegnum hana óséða frá Sauðárkrók en þekktum fyrir hálfbróður hennar og hálfsystur og vissum að það voru eðal kettir. Soffía er gullfalleg og gulbröndótt. Sumir tala um að hún hagi sér ókisulega - það er ekki nema von því hún er sannfærð um að hún sé þriðja dóttir okkar og hefur sama status og þær. Og Soffíu nafnið er ekki út bláinn því tengdamóðir mín hét Anna Soffía og mannin minn langði að hún héti Soffía en eldri dóttir okkar eldri ber nafn ammana sinna beggja - Anna Kristín.
Soffía er mikil blaðurskjóða og svara ef við hana er talað. Hún er dálítið kvartgjörn segja sumir, en hún vill bara eiga góð og innihaldsrík samskipti við okkur. Hún sefur hjá stelpunum og kemst inn og út af eigin vilja - en vill frekar ganga um aðalinngang hússins.
Til hamingju með afmælið elsku Soffía okkar...

Tuesday, July 11, 2006

Við kvöldverðarborðið

Í spjallinu í gær barst í tal hvort einhver "lifði í þessum bæ" - sú 10 ára sagði þetta en þegar henni var bent á að þetta væri bein þýðing úr ensku og betra væri að segja að einhver "ætti heima í þessum bæ" þá skildi hún það fljótt enda nokkuð góð í ensku og hefur verið að lesa Garfield í gríð og erg í sumar. Síðan bætti hún við "Það hefur eitthvað ruglast hjá mér latínan...."

Af lestri

Jæja - mikið átti að lesa í fríinu. Ég tók með mér þýddan reifara í Munaðarnes vitandi að þar væri örugglega talsvert af bókum sem mig langaði að lesa. Og það stóð heima - Svo fögur bein varð fyrir valinu. Byrjaði lesturinn og þótti bara gott. Þá rak ég augun í nokkrar körfur fullar af tímaritum - og þá byrjaði hægfara heiladauði. Ég fór í gegnum þvílíkan helling af Nýju lífi, Vikunni, Mannlífi og Séð og heyrt. Þarna voru líka Gestgjafinn og Hús og hýbíli en þau las ég ekki því ég hef takmarkað gaman af matseld og slíku stússi og engan áhuga á að sjá hvernig umhorfs er hjá fólki sem ég þekki ekki. Jæja analíssering mín á þessum tímaritum er eftirfarandi:
Nýtt líf - eiginlega hvorki fugl né fiskur - nokkur viðtöl en mest lagt upp úr innliti í fataskápa og kynningu á snyrtivörum - og viðtöl við konur sem eru "skó-fíklar" Aldrei skilið þá fíkn - svei.
Vikan - alveg hrikalega leiðinlegt blað!!!! Viðtöl við fólk (konur) sem höfðu lifað allskonar hrylling og lítill greinamunur gerður á hvort manneskjan hafði misst barn eða 30 kíló. Allskonar fréttir af nýjungum á snyrtivörumarkaðnum, óteljandi uppskriftir af "áhrifaríkum kúrum" fullt af sjálfsprófum og rosalega mikið skrifað um hvernig við getum nú breytt okkur og orðið betri - að sjálfsögðu eigum við ekki að vera ánægðar með okkur - það er ein af dauðasyndunum. Og umfram allt ENGIN AUKAKÍLÓ - það er hvort sem er svo auðvelt að losna við þau.
Séð og heyrt - er þó nokkuð ærlegt blað og reynir ekkert að vera annað en það er - upp fullt af fréttum um "sjóðheit pör" og fréttum um smá selebbs sem maður hefur aldrei heyrt getið
Mannlíf - þar fann ég fullt af góðum viðtölum og greinum og það ber svo sannarlega höfuð og herðar yfir þessi blöð - bara talsvert athyglisvert.......
Ég náði mér síðan í nýjustu Minette Walters bókina á Selfoss og ligg yfir henni núna.....

Sunday, July 09, 2006

Gaman saman

Já það var svo sannarlega gaman að vera saman. Það þurftu allir aðeins að ná sér niður fyrstu dagana í Munaðarnesi - við foreldrarnir eftir vinnutörn og stelpurnar svona að venjast því að vera netlausar. Reynar komumust við á netið seinna í vikunni - en það var í smá skömmtum. Við vorum að mestu bara fjögur - mágur minn kom og gisti eina nótt. Það var öllu gestkvæmara seinni vikuna þegar við vorum í okkar litla athvarfi. Þá vorum við líka með aukabarn - dóttur vinkonu minnar - hana Rannveigu - en hún er á milli dætra minna í aldri og gott að hafa hana með. Og Wincie og mamma komu og borðuð og gistu. En fyrri vikuna gerðum við svona dittinn og dattinn - fórum á tónleika í Fossatatúni, gengum að Glym og Paradísarlaut, fórum í Stykkishólm. En annars var lesið, glápt á sjónvarp, borðað, sofið og mikil rólegheit yfir öllu. Það er eitthvað svo gott að vera laus við allt áreiti - bara við fjögur og einhvernveginn ekkert gert - nema saman -það er líka svo gaman...

Saturday, July 08, 2006

Við erum komin heim

Klukkan að halla í hálf átta og ég get ekki sofið. En ég hef sko getað sofið undanfarið!!!Hvílík sæla er sumarbústaðalíf. Við vorum í viku í Munaðarnesi í góða og gamla sjónvarpsbústaðnum og síðan viku í athvarfinu okkar í Hestandi. Þetta voru fínar tvær vikur; skrafað, lesið, flissað og fótbolti. Við létum það eftir okkur að fá okkur rándýra Sýn til að sjá boltan og tókum afruglarann með okkur. Minn er nú vanur að fá borgað fyrir að horfa á íþróttir og hefur mér hingað til bara þótt það gott en mikið rosalega erum við búin að skemmta okkur yfir boltanum saman - svo er þetta svo góð afsökun fyrir að fá sér bjór......Ég ætla að skrifa meira um sumarbústaðaferðina okkar á komandi dögum....