Monday, February 28, 2005

Hlustið

Eru ekki allir búnir að hlusta á þetta - þetta er brjálæðislega fyndið......
>
>http://masteroni.student.utwente.nl/hu.html

Sunday, February 27, 2005

Afmæli Dísu..

Esradóttur í gærkvöldi var með eindæmum skemmtilegt. Allur Dómkórinn boðin og svo þekkti ég slatta af gömlu kópavogsliði sem er þetta 3- 5 árum eldra en ég. Og öll þessi dásamlega tónlist! Jónas Ingimundarson og kona hans léku fjórhent Ungverskan dans eftir Brahms, Diddú söng Aríu næturdrottningunnar, Sesselja Kristjáns Habaneruna úr Carmen, Anna Sigga söng Little things....., Mugison og Rúna með frumsamið lag, ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum í þessaru upptalnngu bræður Dísu og makar með skemmtinúmer og sama má segja um Kópavogsklíkuna sem gerði Dísu að Soffíu frænku þar sem hún skammaði og ráðskaðist með alla yngri bræðurna - og ekki má gleyma Snorra Vals með kornettið og lúrablæstri á undan hverju atriði og kórinn góði söng tvö lög úr Hárinu!!!! Það var nú eiginlega bráðfyndið því þetta er nú ekki beint tónlist sem við syngjum daglega.. Þarna voru um 150 manns og setið til borðs yfir dýrindis mat og drykk og bara hreint ótrúlega skemmtilegt. Síðan var stiginn trylltur dans við hljómsveitar undirleik fram eftir nóttu. Það er gaman að vera þunnur eftir svona góða skemmtun!

Tuesday, February 22, 2005

Kínahúsið í Lækjargötu...

bregst ekki í hádeginu. Þarna hefur sami kokkurinn eldað í hart nær 20 ár og þetta er alltaf jafn gott. Það er brill í hádeginu að fá sér súpuna og réttina þrjá. Kostar nú 900 krónur en var held ég á 550 þegar við hjónin byrjuðum að fara þarna í hádeginu. Langt síðan ég hef borðað þar að kvöldi til en þarna er margt um manninn í hádeginu.

Monday, February 21, 2005

Heill vinnudagur + einn tími í yfirvinnu

Svo lengi stóð matarboðið hjá okkur vinkonum á laugardagskvöldið. Ekki það að við værum margar - bara þrjár kellur á besta aldri - þannig að við áttum ekki í nokkrum erfiðleikum með að koma því að sem við vildum tala um - en þetta var gaman. Maturinn hjá S. er alltaf góður - ég fékk að ráða aðalrétti og pantaði góða gamla kjúklingaréttinn með 40 hvítlausrifjunum - hann sveik ekki. Forréttur með cherrytómötum, sólþurkuðum tómötum, hvítlauk og basil og dásamleg súkkulaðikaka með rjóma og jarðarberjum í eftirmat. Við töluðum dáldið sjopp - þ.e. að sjónvarpið fékk smá úttekt. Við vorum í eina tíð samstarfsmenn þegar sjónvarið var enn á laugaveginum - nú er aðeins ein okkar starfandi í Efstaleiti. Annars fór umræðan út um víðan völl - allt frá brjóstahöldum að sigrum litla einhverfa barnabarns H. Matnum og umræðunum var skolað niður með dálitlu(miklu) hvítvíni, rauðvíni, bjór, líkjör og koníaki. Var furðu hress í gær og kom ýmsu í verk og fór á þjóðahátíðina í Hlíðarskóla þar sem mín yngri var þátttakandi í japönsku atriði frá tónlistarskóla sínum. Síðan brugðum við okkur í vinnustofu þar sem kenndur var tælenskur dans - ofboðslega fallegar hreyfingar hjá dönsurunum. Þetta var fín helgi,afmæli og partí hjá barninu á 10. ára á föstudagskvöldi. Laugardagur; kóræfing hjá mér, kóramót hjá þeirri eldri, saxafóntími og klifurhús hjá þeirri yngri en alltaf byrjar helgin hjá okkur á Idol - þetta er svona júróvisjon stemning hjá okkur og gefum við stig og höfum miklar meiningar. Mér finns Idolið alveg rosalega vel lukkað sjónvarpsprógram og er eina ástæða þess að við erum með stöð tvö! Minn helgarfríi en þurfti þó að senda út einn handbolta leik í gær.....

Friday, February 18, 2005

Hænufet....

Dásamlegt að sjá í morgun þegar ég var að kveðja dætur mínar í skólann svona rétt fyrir 08:00 að það var skíma á austurhimni! Þessu er að ljúka - skammdeginu. Ég hef verið komin vel fyrir 07:00 til vinnu alla vikuna og áttaði mig hreinlega ekki á því hversu bjart er orðið á morgnanna. Það var gott að keyra í birtu hingað í Borgartúnið........

Thursday, February 17, 2005

Einmana á miðvikudögum

Miðvikudagar hafa alltaf skipað sérstakan sess í mínum huga - þá er kóræfing, sungið, hlegið, bullað og gaman. Maðurinn minn að vinna flest miðvikudagskvöld og dæturnar haft pössun - verið passaðar af unglingnum í kjallaranum, sem er nú reyndar föðurbróðir þeirra á sextugs aldri! Og upptaka í gangi á vídeóinu og notaleg tilhugsun að koma heim og horfa á Bráðavaktina...en nú er engin Bráðavakt og mér líður satt best að segja voðalega illa, er óörugg með mig, sakna vina minna í Chicago, ég er dálítið grátgjarnari og finnst einhvern veginn að ég sé ekki til neins og lífið hafi engan tilgang..........Hvað á þetta eiginlega að standa lengi.........

Saturday, February 12, 2005

Skóhlífar

Ég var að hlusta á nýju útvarpsstöðina, Talstöðina, áðan og þar var viðtal við tvo meðlimi Stuðmanna. Þar barst í tal eitthvað um gjaldeyri og gjaldeyrishöftin þegar þeir voru í London fyrir löngu og vantaði pening. Við að hlusta á þetta rifjaðist upp fyrir mér sagan af pabba og skóhlífunum. Hún er svona
Faðir minn heitin var hávaxinn maður og rosalega stórfættur. Hann notaði skó númer 46 og svo stór númer fengust hreinlega ekki hér á landi á þeim tíma og þegar hann fór til útlanda þá keypti hann 2- 3 pör og stundum öll eins. Jæja, einhverju sinni vantaði pabba skóhlífar eins og allir virðulegir menn notuðu í þá daga. Engar fengust nógu stórar hér á landi, en svo vildi til að systir pabba var að fara til Danmerkur og ætlaði að kaupa á hann nógu stórar skóghlífar þar. Pabbi skrifar þessari gjaldeyris nefnd bréf og biður um að fá að kaupa fáeinar danskar krónur til að hægt væri að kaupa skóhlífarnar. En - hann fékk neitun! En hannn pabbi minn gafst ekki upp, fór á nefndarfund í ónýtum skóhlífum, dengdi bífunum sínu stórum upp á skrifborð og spurði hvað hann ætti til bragðs að taka. Þetta dugði -hann fékk dönsku krónurnar og Kidda systir hans keypti líka þessar fínu skóhlífar í Kaupmannahöfn. Ekki fylgdi sögunni hvort pabbi þurfti að koma með hlífarnar og sýna nefndinni - það er þó aldrei að vita....

Tuesday, February 08, 2005

Öskudagshryllingurinn

Ég hef að ég held einhverstaðar kommenterað varðandi öskudaginn áður og ætla að gera það aftur. Ég þoli ekki þennan dag! Að sjá krakkana eftirlitslausa með græðgissvip fara á milli búða og syngja tvær línur af attikattinóa og fá svo nammi í poka. Í ameríkur þegar krakkar fara á halloween út í nammi leiðangur þá er það undir foreldraeftirliti þegar farið er að skyggja. Þá fara þau í litlum hópum og berja á dyr í húsum í næstu götum og fá eitthvað smotterí í pokann og búið. Hér verður allt eitthvað svo tryllt og villt og svo mikið! Einshefur maður hefur séð myndir úr kringlunni frá þessum degi og þetta er einn og hálfur hryllingur.
En svo tekur maður þátt í þessu - ég var rétt í þessu að klippa ónýtan bol í allavega mynstur því mín eldri ætlar að vera hippi. Sú yngri ætlar í karatebúningum sínum....

Wednesday, February 02, 2005

Taka 2

Ég hef horft á þessa þrjá þætti sem verið hafa í Sjónvarpinu þar sem rætt er við kvikmyndaleikstjóra. Afskaplega ólíkir þættir enda viðmælendur afskaplega ólíkar týpur. Fyrsti þátturinn var leiðinlegur því Þráinn var svo ótrúlega leiðinlegur og vælin og átt svo bágt. Hilmar Oddsson var hrífandi, einlægur og ástríðufullur og Hrafn Gunnlaugsson var saklaus eins og nýfallin mjöll og afsaplega ánægður með allar sínar myndir- það er nú aldeilis gott. Það sást reyndar í pabba minn heitin aðeins þegar sýnt var úr hvíta víkingnum og það var gaman, þ.e.a.s. hann var einhver uppvakningur sem beindi Emblu á beinu brautina en mikið ósköp var gaman að heyra röddina hans aftur.....